Janus Daði Smárason er í liði 11. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.
Selfyssingurinn lék afar vel þegar Aalborg gerði jafntefli við Pick Szeged, 26-26, á laugardaginn. Janus skoraði sex mörk og var næstmarkahæstur í liði dönsku meistaranna.
Kiel á tvo fulltrúa í liði umferðarinnar; markvörðinn Niklas Landin og hægri hornamanninn Niklas Ekberg.
Auk þeirra og Janusar eru Hugo Descat (Montpellier), Alexsander Shkurinskiy (Meshkov Brest), Matic Groselj (Celje Lasko) og Kamil Syprzak (PSG) í liði umferðarinnar.
The #veluxehfcl's Best 7 players from last round are to be discovered
— EHF Champions League (@ehfcl) February 10, 2020
Vote for the only one best player of the round here https://t.co/dpZeXM12c7@psghand#AalborgHåndbold@RKCPL@meshkovbrest@mhbofficiel@thw_handballpic.twitter.com/yNUiO0U7BL
Janus hefur skorað 40 mörk í Meistaradeildinni í vetur. Aalborg er í 4. sæti A-riðils með ellefu stig.
Hægt er að kjósa Janus leikmann 11. umferðar Meistaradeildarinnar með því að smella hér.