„Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2025 08:02 Arnar Pétursson hefur úr öðrum leikmönnum að moða á HM en á síðustu stórmótum. vísir / ívar Þrátt fyrir að hafa mun reynsluminni hóp en á síðustu stórmótum vill landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sjá Ísland stíga framfaraskref og komast áfram í milliriðill í fyrsta sinn. Landsliðshópurinn sem var tilkynntur í gær er töluvert frábrugðinn hópnum sem fór á síðasta stórmót, EM 2024. Margir reynsluboltar eru horfnir á braut og fjórir af þeim sextán leikmönnum sem voru valdir eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. „Þetta er auðvitað mikil reynsla sem er að hverfa þarna, einhverjir sjö hundruð landsleikir samanlagt, leikmenn sem hafa verið lengi í þessu með okkur og verið máttarstólpar, en það er þá bara tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig.“ „Þetta mun auðvitað taka einhvern smá tíma og við verðum að gefa okkur hann“ sagði Arnar. Skammur tími er þó til stefnu fram að heimsmeistaramótinu, sem hefst undir lok þessa mánaðar. Þar verður Ísland í riðli með heimaþjóðinni Þýskalandi, stórliði Serbíu og svo Úrúgvæ en efstu þrjú liðin komast áfram. „Okkur langar upp í milliriðilinn og taka þá enn eitt skrefið, eitthvað sem okkur hefur ekki tekist áður. Við unnum fyrsta leikinn á stórmóti á EM í fyrra og nú langar okkur upp í milliriðilinn, það er markmiðið.“ Hópurinn kemur saman hér á landi mánudaginn 16. nóvember og HM hefst svo þann 27. nóvember en þess á milli er förinni heitið til Færeyja. „Við komum saman á mánudegi og æfum þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag hérna heima. Förum svo til Færeyja á föstudagsmorgni, spilum þar æfingaleik á laugardeginum við færeyska liðið, sem við þekkjum orðið mjög vel. Svo er markmiðið á sunnudeginum að taka sameiginlega æfingu með Færeyjum“ sagði Arnar í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Landsliðshópurinn sem var tilkynntur í gær er töluvert frábrugðinn hópnum sem fór á síðasta stórmót, EM 2024. Margir reynsluboltar eru horfnir á braut og fjórir af þeim sextán leikmönnum sem voru valdir eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. „Þetta er auðvitað mikil reynsla sem er að hverfa þarna, einhverjir sjö hundruð landsleikir samanlagt, leikmenn sem hafa verið lengi í þessu með okkur og verið máttarstólpar, en það er þá bara tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig.“ „Þetta mun auðvitað taka einhvern smá tíma og við verðum að gefa okkur hann“ sagði Arnar. Skammur tími er þó til stefnu fram að heimsmeistaramótinu, sem hefst undir lok þessa mánaðar. Þar verður Ísland í riðli með heimaþjóðinni Þýskalandi, stórliði Serbíu og svo Úrúgvæ en efstu þrjú liðin komast áfram. „Okkur langar upp í milliriðilinn og taka þá enn eitt skrefið, eitthvað sem okkur hefur ekki tekist áður. Við unnum fyrsta leikinn á stórmóti á EM í fyrra og nú langar okkur upp í milliriðilinn, það er markmiðið.“ Hópurinn kemur saman hér á landi mánudaginn 16. nóvember og HM hefst svo þann 27. nóvember en þess á milli er förinni heitið til Færeyja. „Við komum saman á mánudegi og æfum þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag hérna heima. Förum svo til Færeyja á föstudagsmorgni, spilum þar æfingaleik á laugardeginum við færeyska liðið, sem við þekkjum orðið mjög vel. Svo er markmiðið á sunnudeginum að taka sameiginlega æfingu með Færeyjum“ sagði Arnar í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira