Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Aron Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2025 10:32 Reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson hefur lengi vel staðið vaktina í marki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. vísir/Anton Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram og handboltasérfræðingur segir góða frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í seinni leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum þaggað niður í efasemdarröddum þess efnis hvort hann ætti að fara með liðinu á EM í janúar. Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira