Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2025 16:17 Alfreð Gíslason var að vanda líflegur á hliðarlínunni á leiknum gegn Íslandi í gær. Getty/Harry Langer Alfreð Gíslason var í blárri og bleikri treyju þýska kvennalandsliðsins í handbolta, í stað þess að klæðast svörtu eða hvítu eins og hann er vanur, þegar Þýskaland mætti Íslandi öðru sinni í vináttulandsleik í Þýskalandi í gær. Alfreð útskýrði treyjuvalið eftir leik en allt þjálfarateymið var eins klætt til að vekja athygli á miðasölu fyrir HM kvenna. „Við fengum að upplifa stórkostlegt Evrópumót hjá körlunum hér í Þýskalandi 2024. Ég óska þess að konurnar fái að upplifa sams konar, stórkostlegt mót hér á heimavelli í ár og ég hlakka til leikjanna í Stuttgart og Dortmund.“ Heimsmeistaramót kvenna fer fram í Þýskalandi og Hollandi dagana 26. nóvember til 14. desember. Ísland er þar í sama riðli og Þýskaland og mætast liðin í upphafsleik mótsins í Stuttgart en í riðlinum eru einnig Serbía og Úrúgvæ. Þrjú liðanna komast svo áfram í milliriðil í Dortmund. Samkvæmt frétt Handball World stendur yfir herferð til að auglýsa mótið, til að fjölga áhorfendum á lokasprettinum fram að móti. Aðeins um 50% miða mun hafa selst og sagði Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, stefnuna setta á að gera betur. Ekki eins einbeittir svo Ísland átti skilið að vinna Í leik karlalandsliðanna í gær svaraði Ísland fyrir sig með tveggja marka sigri, 31-29, eftir ellefu marka tapið síðastliðinn fimmtudag. Þýskir miðlar segja það mikinn skell að sjá hve mikil breyting gat orðið á þýska liðinu á milli leikja, og eru nú síður bjartsýnir á að Þýskaland komist í undanúrslit á EM í janúar. „Það er margt sem ég var ekki ánægður með. Við vorum ekki nógu góðir í sókninni. Í dag gekk ekki jafn mikið upp og á fimmtudaginn, þannig að Ísland vann verðskuldað. Við gátum prófað alla leikmennina en þetta dugði ekki til í lokin,“ sagði Alfreð samkvæmt heimasíðu þýska handknattleikssambandsins. „Í vörninni erum við orðnir sveigjanlegri. Í sókninni [í gær] köstum við hins vegar of mörgum boltum frá okkur og gerum of mörg einföld mistök, sem veldur því að við fáum á okkur mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en við skorum sjálfir. Núna var liðið heldur ekki með sömu einbeitingu og á fimmtudaginn,“ sagði Alfreð. Landslið karla í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Alfreð útskýrði treyjuvalið eftir leik en allt þjálfarateymið var eins klætt til að vekja athygli á miðasölu fyrir HM kvenna. „Við fengum að upplifa stórkostlegt Evrópumót hjá körlunum hér í Þýskalandi 2024. Ég óska þess að konurnar fái að upplifa sams konar, stórkostlegt mót hér á heimavelli í ár og ég hlakka til leikjanna í Stuttgart og Dortmund.“ Heimsmeistaramót kvenna fer fram í Þýskalandi og Hollandi dagana 26. nóvember til 14. desember. Ísland er þar í sama riðli og Þýskaland og mætast liðin í upphafsleik mótsins í Stuttgart en í riðlinum eru einnig Serbía og Úrúgvæ. Þrjú liðanna komast svo áfram í milliriðil í Dortmund. Samkvæmt frétt Handball World stendur yfir herferð til að auglýsa mótið, til að fjölga áhorfendum á lokasprettinum fram að móti. Aðeins um 50% miða mun hafa selst og sagði Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, stefnuna setta á að gera betur. Ekki eins einbeittir svo Ísland átti skilið að vinna Í leik karlalandsliðanna í gær svaraði Ísland fyrir sig með tveggja marka sigri, 31-29, eftir ellefu marka tapið síðastliðinn fimmtudag. Þýskir miðlar segja það mikinn skell að sjá hve mikil breyting gat orðið á þýska liðinu á milli leikja, og eru nú síður bjartsýnir á að Þýskaland komist í undanúrslit á EM í janúar. „Það er margt sem ég var ekki ánægður með. Við vorum ekki nógu góðir í sókninni. Í dag gekk ekki jafn mikið upp og á fimmtudaginn, þannig að Ísland vann verðskuldað. Við gátum prófað alla leikmennina en þetta dugði ekki til í lokin,“ sagði Alfreð samkvæmt heimasíðu þýska handknattleikssambandsins. „Í vörninni erum við orðnir sveigjanlegri. Í sókninni [í gær] köstum við hins vegar of mörgum boltum frá okkur og gerum of mörg einföld mistök, sem veldur því að við fáum á okkur mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en við skorum sjálfir. Núna var liðið heldur ekki með sömu einbeitingu og á fimmtudaginn,“ sagði Alfreð.
Landslið karla í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira