„Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2025 12:32 Julio De Assis fékk á baukinn í Bónus Körfuboltakvöldi. vísir/anton Í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn hélt Teitur Örlygsson langa tölu um annmarka Julio De Assis, leikmanns Njarðvíkur. Hann verður seint talinn mikill aðdáandi leikmannsins. Julio átti ekki sinn besta leik þegar Njarðvík laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni, 101-105, á heimavelli í 6. umferð Bónus deildar karla á föstudaginn. Teitur var ekki hrifinn af því sem hann sá til Julios í leiknum gegn Stjörnunni, hvorki í vörn né sókn. „Hann var gjörsamlega hörmulegur. Þegar ég fylgist með honum er ég ekki alveg viss hvar hann hefur lært körfubolta. Því mér finnst þessi körfuboltagreind vera hörmuleg,“ sagði Teitur. „Það sem fer meira í taugarnar á mér er hvað hann er ofboðslega linur. Það er eins og hann sé hræddur við alla snertingu og þótt hann sé jafnvel að dekka minni menn komast allir með hann þangað sem þeir vilja. Ég er alls ekki hrifinn af þessum leikmanni og vil að Njarðvík taki ákvörðun, helst sem fyrst. Það kæmi mér ekkert á óvart að Njarðvík væri að skoða aðra leikmenn því hann passar engan veginn inn í þetta lið.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umræða um Julio De Assis Benedikt Guðmundsson var á sama máli og Teitur varðandi spilamennsku Julios gegn Stjörnunni. „Þessi frammistaða hans var með því lakara sem maður hefur séð á þessu tímabili. Það hefði verið hægt að sýna miklu fleiri klippur af honum varnarlega. Ef þú myndir spyrja mig persónulega, hvað ert þú að fara að gera Benni, myndi ég segja að ég væri að fara að skipta honum,“ sagði Benedikt. Ekki góður í neinu „Ég veit ekki almennilega hverjir hans styrkleikar eru. Hann er íþróttamaður,“ bætti Benedikt við. „Hann er ekki góður í neinu. Ég skal bara segja þér það,“ skaut Teitur inn í. „Hann kann leikinn ekki vel. Hann er ekki að mata menn og gera þá betri. Hann treður og hann getur sett opna þrista og eitthvað svona,“ sagði Benedikt. Umræðuna úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Serbneski körfuboltamaðurinn Ilija Dokovic, sem er nýgenginn í raðir ÍA, er ekki í sínu besta formi eins og sást bersýnilega í leiknum gegn Val. 8. nóvember 2025 09:29 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Julio átti ekki sinn besta leik þegar Njarðvík laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni, 101-105, á heimavelli í 6. umferð Bónus deildar karla á föstudaginn. Teitur var ekki hrifinn af því sem hann sá til Julios í leiknum gegn Stjörnunni, hvorki í vörn né sókn. „Hann var gjörsamlega hörmulegur. Þegar ég fylgist með honum er ég ekki alveg viss hvar hann hefur lært körfubolta. Því mér finnst þessi körfuboltagreind vera hörmuleg,“ sagði Teitur. „Það sem fer meira í taugarnar á mér er hvað hann er ofboðslega linur. Það er eins og hann sé hræddur við alla snertingu og þótt hann sé jafnvel að dekka minni menn komast allir með hann þangað sem þeir vilja. Ég er alls ekki hrifinn af þessum leikmanni og vil að Njarðvík taki ákvörðun, helst sem fyrst. Það kæmi mér ekkert á óvart að Njarðvík væri að skoða aðra leikmenn því hann passar engan veginn inn í þetta lið.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umræða um Julio De Assis Benedikt Guðmundsson var á sama máli og Teitur varðandi spilamennsku Julios gegn Stjörnunni. „Þessi frammistaða hans var með því lakara sem maður hefur séð á þessu tímabili. Það hefði verið hægt að sýna miklu fleiri klippur af honum varnarlega. Ef þú myndir spyrja mig persónulega, hvað ert þú að fara að gera Benni, myndi ég segja að ég væri að fara að skipta honum,“ sagði Benedikt. Ekki góður í neinu „Ég veit ekki almennilega hverjir hans styrkleikar eru. Hann er íþróttamaður,“ bætti Benedikt við. „Hann er ekki góður í neinu. Ég skal bara segja þér það,“ skaut Teitur inn í. „Hann kann leikinn ekki vel. Hann er ekki að mata menn og gera þá betri. Hann treður og hann getur sett opna þrista og eitthvað svona,“ sagði Benedikt. Umræðuna úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Serbneski körfuboltamaðurinn Ilija Dokovic, sem er nýgenginn í raðir ÍA, er ekki í sínu besta formi eins og sást bersýnilega í leiknum gegn Val. 8. nóvember 2025 09:29 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Serbneski körfuboltamaðurinn Ilija Dokovic, sem er nýgenginn í raðir ÍA, er ekki í sínu besta formi eins og sást bersýnilega í leiknum gegn Val. 8. nóvember 2025 09:29
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum