„Fannst þetta verða svartara og svartara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2025 11:32 Arnór Snær Óskarsson er kominn heim í Val. Vísir/Lýður Arnór Snær Óskarsson er óvænt snúinn heim úr atvinnumennsku og spilar með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Hann flýr svartnætti í Noregi en hyggst þó ekki stoppa of stutt við hér heima. Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur misjafnan október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir Haukum í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. En vann þó Aftureldingu með tíu mörkum og tókst naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur misjafnan október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir Haukum í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. En vann þó Aftureldingu með tíu mörkum og tókst naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira