Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í enska og NFL á fullt

Siggeir Ævarsson skrifar
Spurning hvort Arne Slot verði jafn léttur á brá á hliðarlínunni í dag og þegar þessi mynd var tekin
Spurning hvort Arne Slot verði jafn léttur á brá á hliðarlínunni í dag og þegar þessi mynd var tekin Vísir/Getty

Það verður boðið upp á stórleik í enska boltanum í dag þegar Liverpool sækir Manchester City heim og þá er nóg um að vera í NFL deildinni eins og gjarnan á sunnudögum.

Sýn Sport

Stórleikur City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er í beinni frá 15:50.  Sunnudagsmessan fylgir svo í kjölfarið klukkan 18:45 og við lokum deginum á Sýn Sport með leik 49ers og Rams í NFL deildinni klukkan 21:20.

Sýn Sport 2

Leikur Nottingham Forest og Leeds er í beinni klukkan 13:40.

Klukkan 17:55 er það svo Buccaneers - Patriots í NFL deildinni.

Sýn Sport 3

Enski boltinn er líka á Sport 3. Klukkan 13:40 er það Brentford - Newcastle.

NFL Red Zone er á dagskrá klukkan 17:55.

Sýn Sport 4

Við byrjum daginn snemma á Sport 4 en klukkan 06:30 hefst útsending frá Abu Dhabi HSBC Championship mótinu í golfi.

Enski boltinn tekur svo við klukkan 13:40 þegar Crystal Palace tekur á móti Brighton.

Sýn Sport 5

Klukkan 13:40 er það Aston Villa - Bournemouth í enska.

Sýn Sport 5

Man. City - Liverpool: Data Zone hefst klukkan 16:20

Sýn Sport 6

Klukkan 14:30 er það Colts - Falcons í NFL deildinni.

Sýn Sport Viaplay

Vittsjö og Vaxjö mætast í sænsku úrvalsdeildinni klukkan 11:50. Klukkan 14:20 er það Freiburg - St. Pauli í þýska boltanum og klukkan 16:30 er það Formúla 1 en að þessu sinni er keppt í Brasilíu.

Klukkan 20:00 er komið að Grand Slam of Darts - Dagur 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×