Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 13:36 Tíu manns hafa verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til Wuhan-veirunnar en enginn reyndist smitaður. vísir/hanna Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu