Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 13:36 Tíu manns hafa verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til Wuhan-veirunnar en enginn reyndist smitaður. vísir/hanna Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira