Janus Daði Smárason skoraði sex mörk þegar Aalborg gerði jafntefli við Pick Szeged, 26-26, í Íslendingaslag í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.
Dönsku meistararnir fóru illa að ráði sínu en þeir voru tveimur mörkum yfir, 24-26, þegar skammt var til leiksloka.
Aalborg er í 4. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með ellefu stig en Pick Szeged er í 2. sætinu með 18 stig.
Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Aalborg. Janus Daði var næstmarkahæstur í liði dönsku meistaranna á eftir Buster Juul sem skoraði sjö mörk.
Stefán Rafn Sigurmannsson fyrir þrjú mörk fyrir Pick Szeged.
Bæði lið eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni.
Janus með sex mörk í Íslendingaslag
