Agüero kom City til bjargar | Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2020 21:30 Sergio Agüero tryggði Manchester City 1-0 sigur í kvöld. vísir/getty Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni.Sergio Agüero tryggði City stigin þrjú Fyrir leik Sheffield og Manchester City var það helst að frétta að Americe Laporte kom aftur inn í City liðið og Sergio Agüero tók sér sæti á varamannabekk liðsins. Heimamenn í Sheffield United hafa eflaust mætt kokhraustir til leiks en þeim hefur gengið ágætlega á heimavelli í vetur. Meðal annars unnið Arsenal og gert jafntefli við Manchester United. Þá tapaði liðið naumlega 1-0 gegn toppliði Liverpool eftir slæm mistök Dean Henderson markvarðar. Henderson átti hins vegar frábæran leik í kvöld og hélt sínum mönnum inn í leiknum framan af. Á 19. mínútu varði hann meistaralega frá Raheem Sterling af stuttu færi eftir gott spil gestanna. Gestirnir fengu svo afbragðsfæri til að komast yfir á 36. mínútu þegar vítaspyrna var dæmd. Gabriel Jesus fór á vítapunktinn en Henderson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna örugglega. Spyrnan var ekki frábær en vel varið engu að síður. Staðan markalaus í hálfleik. Fór það svo að staðan var markalaus í hálfleik og raunar allt þangað til varamaðurinn Sergio Agüero kom inn af bekknum á 68. mínútu leiksisn. Aðeins fimm mínútum síaðr hafði hann komið City yfir en hann skoraði með skoti af stuttu færi eftir frábæra sendingu De Bruyne. Var þetta 16. mark Argentínumannsins í vetur og 15. stoðsending De Bruyne í deildinni. Er þetta í þriðja skipti sem Belginn nær því, sem er met í úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-0 og City því með 54 stig í 2. sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir Liverpool sem á tvo leiki til góða. Sheffield United eru sem fyrr í 7. sætinu með 33 stig.Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison ParkÞað virtist sem Everton ætlaði að sigla þremur stigum þægilega í hús á heimavelli í kvöld. Liðið komst í 2-0 gegn Newcastle United þökk sé mörkum frá Moise Kean, hans fyrsta fyrir félagið, og Dominic Calvert-Lewin. Þannig var staðan allt þangað til í uppbótartíma þegar Florian Lejeune skoraði tvívegis fyrir gestina og tryggði þeim ótrúlegt 2-2 jafntefli. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Everton í kvöld en hann er enn að glíma við meiðsli. Eftir jafntefli kvöldsins eru liðin jöfn að stigum með 30 hvort í 11. og 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. FULL-TIME Everton 2-2 Newcastle An incredible final few minutes as Florian Lejeune scores twice to snatch a dramatic draw at Goodison Park!#EVENEWpic.twitter.com/sLCqQCmJGh— Premier League (@premierleague) January 21, 2020 Önnur úrslitAFC Bournemouth 3-1 Brighton & Hove Albion Aston Villa 2-1 Watford Crystal Palace 0-2 Southampton FULL-TIME Aston Villa 2-1 Watford Villa comeback from behind with goals from Douglas Luiz and Tyrone Mings to overcome Troy Deeney’s opener#AVLWATpic.twitter.com/GcSL9u31wn— Premier League (@premierleague) January 21, 2020 Enski boltinn
Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni.Sergio Agüero tryggði City stigin þrjú Fyrir leik Sheffield og Manchester City var það helst að frétta að Americe Laporte kom aftur inn í City liðið og Sergio Agüero tók sér sæti á varamannabekk liðsins. Heimamenn í Sheffield United hafa eflaust mætt kokhraustir til leiks en þeim hefur gengið ágætlega á heimavelli í vetur. Meðal annars unnið Arsenal og gert jafntefli við Manchester United. Þá tapaði liðið naumlega 1-0 gegn toppliði Liverpool eftir slæm mistök Dean Henderson markvarðar. Henderson átti hins vegar frábæran leik í kvöld og hélt sínum mönnum inn í leiknum framan af. Á 19. mínútu varði hann meistaralega frá Raheem Sterling af stuttu færi eftir gott spil gestanna. Gestirnir fengu svo afbragðsfæri til að komast yfir á 36. mínútu þegar vítaspyrna var dæmd. Gabriel Jesus fór á vítapunktinn en Henderson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna örugglega. Spyrnan var ekki frábær en vel varið engu að síður. Staðan markalaus í hálfleik. Fór það svo að staðan var markalaus í hálfleik og raunar allt þangað til varamaðurinn Sergio Agüero kom inn af bekknum á 68. mínútu leiksisn. Aðeins fimm mínútum síaðr hafði hann komið City yfir en hann skoraði með skoti af stuttu færi eftir frábæra sendingu De Bruyne. Var þetta 16. mark Argentínumannsins í vetur og 15. stoðsending De Bruyne í deildinni. Er þetta í þriðja skipti sem Belginn nær því, sem er met í úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-0 og City því með 54 stig í 2. sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir Liverpool sem á tvo leiki til góða. Sheffield United eru sem fyrr í 7. sætinu með 33 stig.Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison ParkÞað virtist sem Everton ætlaði að sigla þremur stigum þægilega í hús á heimavelli í kvöld. Liðið komst í 2-0 gegn Newcastle United þökk sé mörkum frá Moise Kean, hans fyrsta fyrir félagið, og Dominic Calvert-Lewin. Þannig var staðan allt þangað til í uppbótartíma þegar Florian Lejeune skoraði tvívegis fyrir gestina og tryggði þeim ótrúlegt 2-2 jafntefli. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Everton í kvöld en hann er enn að glíma við meiðsli. Eftir jafntefli kvöldsins eru liðin jöfn að stigum með 30 hvort í 11. og 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. FULL-TIME Everton 2-2 Newcastle An incredible final few minutes as Florian Lejeune scores twice to snatch a dramatic draw at Goodison Park!#EVENEWpic.twitter.com/sLCqQCmJGh— Premier League (@premierleague) January 21, 2020 Önnur úrslitAFC Bournemouth 3-1 Brighton & Hove Albion Aston Villa 2-1 Watford Crystal Palace 0-2 Southampton FULL-TIME Aston Villa 2-1 Watford Villa comeback from behind with goals from Douglas Luiz and Tyrone Mings to overcome Troy Deeney’s opener#AVLWATpic.twitter.com/GcSL9u31wn— Premier League (@premierleague) January 21, 2020
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti