Enski boltinn

Liverpool nær í fram­herja frá fé­lagi Beckham og Gary Neville

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham og Gary Neville fara fyrir fjárfestingahópnum hjá Salford City. Félagið var að selja Will Wright til Liverpool.
David Beckham og Gary Neville fara fyrir fjárfestingahópnum hjá Salford City. Félagið var að selja Will Wright til Liverpool. Getty/Dominic Lipinski/@salfordcityfc

Liverpool hefur gengið frá samningi við sautján ára framherja sem kemur frá enska D-deildarliðinu Salford City.

Will Wright heitir sá og þykir mjög efnilegur sóknarmaður.

Arsenal var búið að ná samkomulagi við Salford City fyrir tíu dögum um kaup á stráknum en Liverpool stal honum af þeim.

Wright fór í gegnum læknisskoðun í dag og mun skrifa undir samning við Liverpool til ársins 2028.

Hann kom við sögu í tveimur leikjum með Salford City í ensku d-deildinni í fyrravetur og lék líka einn bikarleik.

Salford City er í eigu fjárfestingahóps sem David Beckham og Gary Neville fara fyrir.

Árið 2014 tóku Manchester United goðsagnirnar Nicky Butt, Ryan Giggs, Gary Neville, Phil Neville og Paul Scholes yfir félagið ásamt fjárfesti frá Singapúr.

Beckham keypti sig inn í félagið árið 2019 og Neville keypti stærri hlut í framhaldinu. Í maí tóku þeir Beckham og Nevilie algjörlega yfir félagið með sínum fjárfestingahópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×