Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 12:23 Florian Wirtz er kominn með sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og það leit dagsins ljós á japanskri grundu. Getty/Andrew Powell Florian Wirtz opnaði markareikning sinn hjá Liverpool í dag þegar liðið vann 3-1 endurkomusigur í æfingarleik á móti japanska félaginu Yokohama F.Marinos. Liverpool er í æfingaferð í Asíu en í henni eru margir nýir leikmenn liðsins að stíga sín fyrstu spor. Yokohama liðið komst yfir í 1-0 á 55. mínútu en Wirtz jafnaði sjö mínútum síðar. Hinn átján ára gamli Trey Nyoni kom Liverpool síðan yfir eftir undirbúning frá Jeremie Frimpong en það liðu bara fimm mínútur á milli markanna. Hugo Ekitike lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og skoraði næstum því með hælnum í fyrri hálfleik. Hann fór síðan af velli fyrir Darwin Nunez í hálfleik þegar enn var markalaust. Nunez var fljótur að koma sér í færi en klúðraði því eins og svo oft áður í Liverpool búningnum. Curtis Jones byrjaði sóknina sem skilaði jöfnunarmarki Wirtz en stoðsendinguna átti Mohamed Salah. Wirtz var yfirvegaður og afgreiddi boltann sannfærandi í netið. Markið kom stuttu eftir að Wataru Endo fékk fyrirliðabandið frá Virgil van Dijk þegar Hollendingurinn fór af velli en japönsku áhorfendurnir voru einstaklega ánægðir með það. Markið hjá Nyoni var virkilega flott afgreiðsla en hann var þá nýkominn inn á sem varamaður. Annar bráðefnilegur leikmaður, Rio Ngumoha, skoraði þriðja markið á 87. mínútu. Hann er ekki orðinn sautján ára gamall þótt það styttist í það. Ngumoha var þarna með mjög flott mark, fékk boltann við miðlínuna, keyrði á vörnina og skoraði frá vítateigslínunni. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Liverpool er í æfingaferð í Asíu en í henni eru margir nýir leikmenn liðsins að stíga sín fyrstu spor. Yokohama liðið komst yfir í 1-0 á 55. mínútu en Wirtz jafnaði sjö mínútum síðar. Hinn átján ára gamli Trey Nyoni kom Liverpool síðan yfir eftir undirbúning frá Jeremie Frimpong en það liðu bara fimm mínútur á milli markanna. Hugo Ekitike lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og skoraði næstum því með hælnum í fyrri hálfleik. Hann fór síðan af velli fyrir Darwin Nunez í hálfleik þegar enn var markalaust. Nunez var fljótur að koma sér í færi en klúðraði því eins og svo oft áður í Liverpool búningnum. Curtis Jones byrjaði sóknina sem skilaði jöfnunarmarki Wirtz en stoðsendinguna átti Mohamed Salah. Wirtz var yfirvegaður og afgreiddi boltann sannfærandi í netið. Markið kom stuttu eftir að Wataru Endo fékk fyrirliðabandið frá Virgil van Dijk þegar Hollendingurinn fór af velli en japönsku áhorfendurnir voru einstaklega ánægðir með það. Markið hjá Nyoni var virkilega flott afgreiðsla en hann var þá nýkominn inn á sem varamaður. Annar bráðefnilegur leikmaður, Rio Ngumoha, skoraði þriðja markið á 87. mínútu. Hann er ekki orðinn sautján ára gamall þótt það styttist í það. Ngumoha var þarna með mjög flott mark, fékk boltann við miðlínuna, keyrði á vörnina og skoraði frá vítateigslínunni. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira