Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 13:15 Laura Dahlmeier með Ólympíugullið sem hún vann á vetrarleiknunum í Pyeongchang-gun í Suður Kóreu árið 2018. Getty/Michel Cottin Þýska skíðaskotfimidrottningin og Ólympíumeistarinn Laura Dahlmeier fannst látin í dag eftir að hafa orðið fyrir grjóthruni í fjallgöngu í Pakistan. Dahlmeier var að klifra erfiða og tæknilega klifurleið upp Laila Peak í 5.700 metra hæð í Karakoram fjöllunum í Pakistan þegar skriða hrundi yfir hana. Dahlmeier var að fara niður, líklega til að sækja farangur eftir erfitt klifur, þegar slysið varð. Eva var klifurfélagi hennar í þessari ferð. Hún sagði að grjótið hefði hrifsað Dahlmeier með sér og hún hefði misst sjónar á henni. Það var strax kölluð út björgunarsveit með reynda heimamenn með í för en það gekk mjög illa að komast til hennar. Fresta þurfti tilraunum vegna myrkurs en þá hafði þyrla fundið hana og séð að hún var augljóslega mikið slösuð. Mikill vindur, lítið skyggni og mjög erfiðar aðstæður í mikilli hæð gerðu þetta að mjög erfiðri björgunaraðgerð. Slysið varð á mánudaginn en leitarmenn hafa ekki enn komist til hennar. Hún hafði sjálf skrifað undir það í erfðaskrá sinni að enginn ætti að hætta lífi sínu til að bjarga henni. ZDF segir frá. Það er komið endanlega í ljós að Dahlmeier er látin. Á meðan aðstæður eru svona slæmar á fjallinu verður lík hennar látið vera þar sem það er niðurkomið. Vonandi tekst að ná því síðar. Það er líka mjög erfitt að ná í líkið vegna áframhaldandi berghruns sem myndi setja björgunarfólk í hættu. Dahlmeier var vanur fjallamaður og með réttindi sem leiðsögumaður í fjallgöngum. Hún er frá Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum og þekkti því vel til að klífa fjöll. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Laura Dahlmeier ist beim Bergsteigen im pakistanischen Karakorum-Gebirge tödlich verunglückt. 🕊️Das teilte ihr Management der Deutschen Presse-Agentur mit.#SkySport #Dahlmeier #RIP pic.twitter.com/u68hwFkbms— Sky Sport (@SkySportDE) July 30, 2025 Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Andlát Þýskaland Pakistan Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Dahlmeier var að klifra erfiða og tæknilega klifurleið upp Laila Peak í 5.700 metra hæð í Karakoram fjöllunum í Pakistan þegar skriða hrundi yfir hana. Dahlmeier var að fara niður, líklega til að sækja farangur eftir erfitt klifur, þegar slysið varð. Eva var klifurfélagi hennar í þessari ferð. Hún sagði að grjótið hefði hrifsað Dahlmeier með sér og hún hefði misst sjónar á henni. Það var strax kölluð út björgunarsveit með reynda heimamenn með í för en það gekk mjög illa að komast til hennar. Fresta þurfti tilraunum vegna myrkurs en þá hafði þyrla fundið hana og séð að hún var augljóslega mikið slösuð. Mikill vindur, lítið skyggni og mjög erfiðar aðstæður í mikilli hæð gerðu þetta að mjög erfiðri björgunaraðgerð. Slysið varð á mánudaginn en leitarmenn hafa ekki enn komist til hennar. Hún hafði sjálf skrifað undir það í erfðaskrá sinni að enginn ætti að hætta lífi sínu til að bjarga henni. ZDF segir frá. Það er komið endanlega í ljós að Dahlmeier er látin. Á meðan aðstæður eru svona slæmar á fjallinu verður lík hennar látið vera þar sem það er niðurkomið. Vonandi tekst að ná því síðar. Það er líka mjög erfitt að ná í líkið vegna áframhaldandi berghruns sem myndi setja björgunarfólk í hættu. Dahlmeier var vanur fjallamaður og með réttindi sem leiðsögumaður í fjallgöngum. Hún er frá Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum og þekkti því vel til að klífa fjöll. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Laura Dahlmeier ist beim Bergsteigen im pakistanischen Karakorum-Gebirge tödlich verunglückt. 🕊️Das teilte ihr Management der Deutschen Presse-Agentur mit.#SkySport #Dahlmeier #RIP pic.twitter.com/u68hwFkbms— Sky Sport (@SkySportDE) July 30, 2025
Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Andlát Þýskaland Pakistan Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira