Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2020 17:41 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. Þetta væri ofar hans skilningi. Þetta sagði Páll í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var hann að tala um tvö mál. Annars vegar það að hjónin Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson fengu fimm milljónir króna í bætur frá ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést. Hins vegar var Páll að tala um það að Ólína Þorvarðardóttir fékk tuttugu milljónir í bætur vegna brots Þingvallanefnd á jafnréttislögum varðandi ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar. Málin tvö og upphæðir bótanna hafa verið borin saman á samfélagsmiðlum og víðar á undanförnum dögum. Páll sagði upphæð bóta sem Ólína fékk vera hneyksli og tilefni til að endurskoða lögin sem bæturnar byggja á. „Því við megum ekki gleyma því að það var ekki verið að bæta Ólínu skaða sem hún hlaut fyrir það að óhæfari eða minna hæfur maður hafi verið ráðinn. Það sem liggur til grundvallar þarna er að, eins og ég lít á málið, að þá hafi sú ráðningarskrifstofa sem hélt utan um formlega partinn af þessu ferli, hún hafi ekki haldið til haga, ekki skráð með neinum hætti, það huglæga mat sem hafði legið að baki þessarar ráðningu, með sama hætti og hlutlæga matið,“ sagði Páll. Hann sagði vert að hafa í huga að sá sem var ráðinn skoraði hærra varðandi bæði þessa hluti. „En skráningin var sem sagt ekki í lagi, á huglæga hlutanum, og að mistök af því tagi skuli leiða til bótaskyldu af hálfu ríkisins upp á tuttugu milljónir króna er eiginlega fyrir utan og ofan allt velsæmi að mínu mati.“ Hann sagði málið enn fáránlegra í samhengi við hinar bæturnar. „Ég brest bara við með sama hætti og auðvitað almenningur gerir. Þetta ósamræmi á milli þessara tveggja hluta, þetta er svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali.“ Aðspurður hvort hann skildi reiði fólks, sagðist Páll skilja hana mætavel. Annað væri ekki hægt. „Ef við horfum á tilefnin tvö og síðan bæturnar í hvoru tilviki fyrir sig, þá er þetta auðvitað fyrir utan og ofan skilning venjulegs fólks. Þar með talið fyrir utan og ofan minn skilning,“ sagði Páll. Hlusta má á þennan hluta Reykjavík síðdegis hér að neðan. Alþingi Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Fá fimm milljónir í bætur frá ríkinu vegna andláts barns síns Dauði nýfædds drengs á fæðingardeild Landspítalans var rakinn til vanrækslu starfsfólks spítalans. 22. janúar 2020 18:37 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 „Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjóna, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. 23. janúar 2020 13:15 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. Þetta væri ofar hans skilningi. Þetta sagði Páll í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var hann að tala um tvö mál. Annars vegar það að hjónin Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson fengu fimm milljónir króna í bætur frá ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést. Hins vegar var Páll að tala um það að Ólína Þorvarðardóttir fékk tuttugu milljónir í bætur vegna brots Þingvallanefnd á jafnréttislögum varðandi ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar. Málin tvö og upphæðir bótanna hafa verið borin saman á samfélagsmiðlum og víðar á undanförnum dögum. Páll sagði upphæð bóta sem Ólína fékk vera hneyksli og tilefni til að endurskoða lögin sem bæturnar byggja á. „Því við megum ekki gleyma því að það var ekki verið að bæta Ólínu skaða sem hún hlaut fyrir það að óhæfari eða minna hæfur maður hafi verið ráðinn. Það sem liggur til grundvallar þarna er að, eins og ég lít á málið, að þá hafi sú ráðningarskrifstofa sem hélt utan um formlega partinn af þessu ferli, hún hafi ekki haldið til haga, ekki skráð með neinum hætti, það huglæga mat sem hafði legið að baki þessarar ráðningu, með sama hætti og hlutlæga matið,“ sagði Páll. Hann sagði vert að hafa í huga að sá sem var ráðinn skoraði hærra varðandi bæði þessa hluti. „En skráningin var sem sagt ekki í lagi, á huglæga hlutanum, og að mistök af því tagi skuli leiða til bótaskyldu af hálfu ríkisins upp á tuttugu milljónir króna er eiginlega fyrir utan og ofan allt velsæmi að mínu mati.“ Hann sagði málið enn fáránlegra í samhengi við hinar bæturnar. „Ég brest bara við með sama hætti og auðvitað almenningur gerir. Þetta ósamræmi á milli þessara tveggja hluta, þetta er svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali.“ Aðspurður hvort hann skildi reiði fólks, sagðist Páll skilja hana mætavel. Annað væri ekki hægt. „Ef við horfum á tilefnin tvö og síðan bæturnar í hvoru tilviki fyrir sig, þá er þetta auðvitað fyrir utan og ofan skilning venjulegs fólks. Þar með talið fyrir utan og ofan minn skilning,“ sagði Páll. Hlusta má á þennan hluta Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Alþingi Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Fá fimm milljónir í bætur frá ríkinu vegna andláts barns síns Dauði nýfædds drengs á fæðingardeild Landspítalans var rakinn til vanrækslu starfsfólks spítalans. 22. janúar 2020 18:37 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 „Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjóna, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. 23. janúar 2020 13:15 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Fá fimm milljónir í bætur frá ríkinu vegna andláts barns síns Dauði nýfædds drengs á fæðingardeild Landspítalans var rakinn til vanrækslu starfsfólks spítalans. 22. janúar 2020 18:37
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06
„Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjóna, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. 23. janúar 2020 13:15
Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05