Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. janúar 2020 18:30 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þótti hæfust til þess að gegna starfi þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum að mati Kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína.
Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent