Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. janúar 2020 18:30 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þótti hæfust til þess að gegna starfi þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum að mati Kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína.
Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01