Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2020 21:15 Líklegsta gossvæðið er sprunga sem lægi í gegnum Eldvörp í stefnu suðvestur-norðaustur, að mati Páls Einarssonar prófessors. Gossprungan gæti náð suður að ströndinni og langleiðina norður að Reykjanesbraut. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Stöðug smáskjálfavirkni í dag staðfestir að ekkert lát er á landrisi í Eldvörpum og Svartsengi. Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar og í því tilviki segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að fjallið myndi virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landrisið á svæðinu norðan Grindavíkur mælist nú yfir þrír sentímetrar og jarðskjálftamælir þar hefur sýnt stöðuga smáskjálfta í dag. Páll við skjá jarðskjálftamælis, sem staðsettur er í Grindavík. Mælirinn sýndi stöðuga smáskjálftavirkni í dag, - ótvírætt merki um að landris sé í gangi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta segir þá sögu að landrisið er í gangi núna, - bara nákvæmlega þessa síðustu klukkutíma,“ sagði Páll í dag. Páll telur alls ekki víst að þessi rishrina endi með gosi en ef svo fari, þá sé líklegast að sprungan opnist norðvestan Grindavíkur. Á korti sýnir hann hvernig hann telur langlíklegast að gossprungan myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Séð yfir orkuverið í Svartsengi. Fjallið Þorbjörn fjær og Bláa lónið til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við getum sagt að langlíklegast sé þetta svæði hér,“ segir Páll um leið og hann leggur kennaraprikið yfir sprungulínuna um Eldvörp á kortinu. „En þetta er nokkuð langt. Það nær hér suður að ströndinni og það nær alveg hingað norður undir Keflavíkurveg,“ segir hann. Í þessu tilviki gæti fjallið Þorbjörn reynst bjargvættur byggðarinnar. Þorbjarnarfell vinstra megin. Fjær er Grindavík við ströndina.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þorbjörn er ekki að ógna byggðinni í Grindavík. Þvert á móti. Hann virkar eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Þannig að ef það gýs fyrir norðan eða vestan við Þorbjörn, þá mun hann beina hrauninu annað en niður í byggðina.“ Versta staðan fyrir Grindavík væri ef svokölluð Sundhnúkasprunga austan Þorbjarnar myndi gjósa. „Ef við horfum á söguna þá er náttúrlega þessi sprunga hér, Sundhnúkasprungan, hún er náttúrlega hættulegust. Hún er beinlínis hér innan bæjarmarkanna í Grindavík. Hún gaus fyrir um það bil tvöþúsund árum síðan.“ Landrisið sé hins vegar utan við þessa sprungu. „Og þá er Sundhnúkasprungan kannski stikkfrí í bili,“ segir Páll. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar spurt er hvaða mannvirki væru helst í hættu bendir Páll á að þau gætu skemmst vegna sprunguhreyfinga jafnvel þótt ekki gjósi. Hann byrjar á því að benda á suðurströndina vestan Staðarhverfis. „Þá er vegurinn og fiskiræktarfyrirtækin kannski í hættu fyrir tjóni. Ef það fer í norðurátt þá er það náttúrlega Svartsengi og Bláa lónið sem eru þar í skotstefnunni. Og Grindavíkurvegurinn. Og það er hitaveituleiðslan til Keflavíkur, sem eru þá undir.“ Hitaveituæðin frá Svartsengi til Reykjanesbæjar liggur um líklegasta gossvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hann telur að þarna verði fremur rólegt gos. „Ef fólk fer varlega og ef það tekst að gefa út viðvörun nægilega snemma, þá er enginn í neinni hættu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Vogar Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Stöðug smáskjálfavirkni í dag staðfestir að ekkert lát er á landrisi í Eldvörpum og Svartsengi. Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar og í því tilviki segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að fjallið myndi virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landrisið á svæðinu norðan Grindavíkur mælist nú yfir þrír sentímetrar og jarðskjálftamælir þar hefur sýnt stöðuga smáskjálfta í dag. Páll við skjá jarðskjálftamælis, sem staðsettur er í Grindavík. Mælirinn sýndi stöðuga smáskjálftavirkni í dag, - ótvírætt merki um að landris sé í gangi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta segir þá sögu að landrisið er í gangi núna, - bara nákvæmlega þessa síðustu klukkutíma,“ sagði Páll í dag. Páll telur alls ekki víst að þessi rishrina endi með gosi en ef svo fari, þá sé líklegast að sprungan opnist norðvestan Grindavíkur. Á korti sýnir hann hvernig hann telur langlíklegast að gossprungan myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Séð yfir orkuverið í Svartsengi. Fjallið Þorbjörn fjær og Bláa lónið til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við getum sagt að langlíklegast sé þetta svæði hér,“ segir Páll um leið og hann leggur kennaraprikið yfir sprungulínuna um Eldvörp á kortinu. „En þetta er nokkuð langt. Það nær hér suður að ströndinni og það nær alveg hingað norður undir Keflavíkurveg,“ segir hann. Í þessu tilviki gæti fjallið Þorbjörn reynst bjargvættur byggðarinnar. Þorbjarnarfell vinstra megin. Fjær er Grindavík við ströndina.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þorbjörn er ekki að ógna byggðinni í Grindavík. Þvert á móti. Hann virkar eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Þannig að ef það gýs fyrir norðan eða vestan við Þorbjörn, þá mun hann beina hrauninu annað en niður í byggðina.“ Versta staðan fyrir Grindavík væri ef svokölluð Sundhnúkasprunga austan Þorbjarnar myndi gjósa. „Ef við horfum á söguna þá er náttúrlega þessi sprunga hér, Sundhnúkasprungan, hún er náttúrlega hættulegust. Hún er beinlínis hér innan bæjarmarkanna í Grindavík. Hún gaus fyrir um það bil tvöþúsund árum síðan.“ Landrisið sé hins vegar utan við þessa sprungu. „Og þá er Sundhnúkasprungan kannski stikkfrí í bili,“ segir Páll. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar spurt er hvaða mannvirki væru helst í hættu bendir Páll á að þau gætu skemmst vegna sprunguhreyfinga jafnvel þótt ekki gjósi. Hann byrjar á því að benda á suðurströndina vestan Staðarhverfis. „Þá er vegurinn og fiskiræktarfyrirtækin kannski í hættu fyrir tjóni. Ef það fer í norðurátt þá er það náttúrlega Svartsengi og Bláa lónið sem eru þar í skotstefnunni. Og Grindavíkurvegurinn. Og það er hitaveituleiðslan til Keflavíkur, sem eru þá undir.“ Hitaveituæðin frá Svartsengi til Reykjanesbæjar liggur um líklegasta gossvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hann telur að þarna verði fremur rólegt gos. „Ef fólk fer varlega og ef það tekst að gefa út viðvörun nægilega snemma, þá er enginn í neinni hættu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Vogar Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13
Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53