Arteta öskraði á leikmenn Arsenal í hálfleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 09:30 Mikel Arteta öskraði ekki bara á sína leikmenn heldur einnig á dómarann eins og sjá má hér fyrir ofan. Getty/Julian Finney Mikel Arteta tókst að vekja sína menn í hálfleik í bikarsigrinum á Leeds United í gærkvöldi. Leeds United var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir að hafa skapað fjölda færa í hálfleiknum. Í stað þess náði Arsenal að laga sinn leik verulega og Reiss Nelson skoraði síðan eina mark leiksins á 55. mínútu. Arsenal liðið var jafngott í seinni hálfleik og það var lélegt í þeim fyrri. Leikmenn liðsins töluðu um hálfleiksræðu knattspyrnustjórans Mikel Arteta eftir leikinn. Honesty's the best policy.@m8artetapic.twitter.com/6TQSsjLwiX— Arsenal (@Arsenal) January 7, 2020 Arsenal markvörðurinn Emiliano Martinez sagði að Mikel Arteta hafi verið mjög reiður í hálfleik. „Stjórinn öskraði mikið. Hann var ekki ánægður því við vissum að þeir myndu spila svona og við bárum ekki virðingu fyrir því sem hann sagði fyrir leikinn,“ sagði Alexandre Lacazette við BBC One. Arsenal átti fullt af færum í seinni hálfleiknum þar á meðal skaut umræddur Alexandre Lacazette í slána úr aukaspyrnu. „Núna er ég virkilega ánægður en við sáum þarna tvö mismunandi lið. Liðið sem spilaði fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og svo liðið eftir það,“ sagði Mikel Arteta við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. 'They battered every team in the Championship, every three days. The way they play makes it really difficult and uncomfortable.' Mikel Arteta explains Arsenal's second-half turnaround #AFChttps://t.co/H2BA1Iioln— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 „Ég reyndi að segja þeim hvað þeir máttu búast við og eftir 32 mínútur höfðum við bara unnið eina tæklingu. Við breyttum hugarfarinu, lönguninni og skipulaginu í hálfleik og við vorum fyrir vikið allt annað lið,“ sagði Mikel Arteta. „Stundum þurfa menn að finna það á eigin skinni hversu erfitt þetta er. Ég hef horft á fullt af leikjum með Leeds liðinu og þeir hafa látið öll lið finna fyrir sér. Það var gott fyrir mína menn að læra af þessu og þjást aðeins inn á vellinum,“ sagði Mikel Arteta. Arsenal have now won more games across all competitions after six days in January (2) than they managed in November and December combined (1). Mikel Arteta F.C. pic.twitter.com/n34ssZc3gp— Squawka Football (@Squawka) January 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Mikel Arteta tókst að vekja sína menn í hálfleik í bikarsigrinum á Leeds United í gærkvöldi. Leeds United var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir að hafa skapað fjölda færa í hálfleiknum. Í stað þess náði Arsenal að laga sinn leik verulega og Reiss Nelson skoraði síðan eina mark leiksins á 55. mínútu. Arsenal liðið var jafngott í seinni hálfleik og það var lélegt í þeim fyrri. Leikmenn liðsins töluðu um hálfleiksræðu knattspyrnustjórans Mikel Arteta eftir leikinn. Honesty's the best policy.@m8artetapic.twitter.com/6TQSsjLwiX— Arsenal (@Arsenal) January 7, 2020 Arsenal markvörðurinn Emiliano Martinez sagði að Mikel Arteta hafi verið mjög reiður í hálfleik. „Stjórinn öskraði mikið. Hann var ekki ánægður því við vissum að þeir myndu spila svona og við bárum ekki virðingu fyrir því sem hann sagði fyrir leikinn,“ sagði Alexandre Lacazette við BBC One. Arsenal átti fullt af færum í seinni hálfleiknum þar á meðal skaut umræddur Alexandre Lacazette í slána úr aukaspyrnu. „Núna er ég virkilega ánægður en við sáum þarna tvö mismunandi lið. Liðið sem spilaði fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og svo liðið eftir það,“ sagði Mikel Arteta við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. 'They battered every team in the Championship, every three days. The way they play makes it really difficult and uncomfortable.' Mikel Arteta explains Arsenal's second-half turnaround #AFChttps://t.co/H2BA1Iioln— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 „Ég reyndi að segja þeim hvað þeir máttu búast við og eftir 32 mínútur höfðum við bara unnið eina tæklingu. Við breyttum hugarfarinu, lönguninni og skipulaginu í hálfleik og við vorum fyrir vikið allt annað lið,“ sagði Mikel Arteta. „Stundum þurfa menn að finna það á eigin skinni hversu erfitt þetta er. Ég hef horft á fullt af leikjum með Leeds liðinu og þeir hafa látið öll lið finna fyrir sér. Það var gott fyrir mína menn að læra af þessu og þjást aðeins inn á vellinum,“ sagði Mikel Arteta. Arsenal have now won more games across all competitions after six days in January (2) than they managed in November and December combined (1). Mikel Arteta F.C. pic.twitter.com/n34ssZc3gp— Squawka Football (@Squawka) January 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira