Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Siggeir Ævarsson skrifar 8. júlí 2025 06:49 Kevin Durant var staddur upp á sviði á Fanatics Fest í New York þegar hann frétti að hann væri orðinn leikmaður Houston Rockets Vísir/Getty Stærstu félagaskipti sumarsins í NBA, þar sem Kevin Durant fór til Houston Rockets frá Phoenix Suns, urðu þegar upp er staðið stærstu félagaskipti í sögu deildarinnar í liðum talið en alls komu sjö lið að skiptunum. Það er ekki óalgengt að leikmannaskipti í NBA deildinni innihaldi fleiri en tvö lið til þess að láta launabókhaldið ganga upp og jafnvel færa til fleiri leikmenn en stærstu bitana hverju sinni. Þetta er oft flókinn dans á milli stjórnenda liðanna og þá getur verið gott að eiga valrétti í nýliðavalinu upp í erminni og jafnvel smá pening til að krydda tilboðin. Valréttirnir voru heldur betur í sviðsljósinu núna þar sem aðeins sex leikmenn skiptu um lið og deilast á þrjú af sjö liðunum. Svona líta stærstu skipti sögunnar í NBA út í heild Rockets fá: Kevin Durant (frá Suns). Clint Capela (frá Hawks). Suns fá: Jalen Green (frá Rockets). Dillon Brooks (frá Rockets). Daeqwon Plowden (frá Hawks), en Plowden hefur aldrei leikið í NBA deildinni og Suns sögðu samningi hans upp samstundis. 10. valrétt frá Rockets, sem var Khaman Maluach. 31. valrétt frá Timberwovles, sem var Rasheer Fleming. 41. valrétt frá Warriors, sem var Koby Brea. Næstbesta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 (frá Rockets).* Lakers fá: 36. valrétt frá Nets, sem var Adou Thiero. Warriors fá: 52. valrétt frá Suns sem var Alex Toohey. 59. valrétt frá Rockets sem var Jahmai Mashack. Honum hefur svo verið skipt til Grizzlies í öðrum skiptum. Timberwolves fá: 45. valrétt frá Lakers sem var Rocco Zikarsky. Versta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 (frá Suns).* Besta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2032 frá annað hvort Suns eða Rockets.* Beinharða peninga frá Lakers. Nets fá: Valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 frá Rockets.* Valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2030 frá Rockets.* Hawks fá: David Roddy (frá Rockets). Beinharða peninga frá Rockets. Skiptirétt í annarri umferð nýliðavalsins 2031 frá Rockets. Aldrei áður hafa jafn mörg lið verið aðilar að sömu skiptunum en gamla „metið“ var sex lið sem gerðist í fyrra þegar Klay Thompson fór frá Warriors yfir til Mavericks. Þá komu sex lið að skiptunum og skiptust á fimm leikmönnum. *Þessi valréttir eru allir tengdir öðrum liðum upphaflega en skipta þeim frá sér núna og gætu tekið breytingum eftir því hvernig röðun á valréttum komandi nýliðavala verður. NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Það er ekki óalgengt að leikmannaskipti í NBA deildinni innihaldi fleiri en tvö lið til þess að láta launabókhaldið ganga upp og jafnvel færa til fleiri leikmenn en stærstu bitana hverju sinni. Þetta er oft flókinn dans á milli stjórnenda liðanna og þá getur verið gott að eiga valrétti í nýliðavalinu upp í erminni og jafnvel smá pening til að krydda tilboðin. Valréttirnir voru heldur betur í sviðsljósinu núna þar sem aðeins sex leikmenn skiptu um lið og deilast á þrjú af sjö liðunum. Svona líta stærstu skipti sögunnar í NBA út í heild Rockets fá: Kevin Durant (frá Suns). Clint Capela (frá Hawks). Suns fá: Jalen Green (frá Rockets). Dillon Brooks (frá Rockets). Daeqwon Plowden (frá Hawks), en Plowden hefur aldrei leikið í NBA deildinni og Suns sögðu samningi hans upp samstundis. 10. valrétt frá Rockets, sem var Khaman Maluach. 31. valrétt frá Timberwovles, sem var Rasheer Fleming. 41. valrétt frá Warriors, sem var Koby Brea. Næstbesta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 (frá Rockets).* Lakers fá: 36. valrétt frá Nets, sem var Adou Thiero. Warriors fá: 52. valrétt frá Suns sem var Alex Toohey. 59. valrétt frá Rockets sem var Jahmai Mashack. Honum hefur svo verið skipt til Grizzlies í öðrum skiptum. Timberwolves fá: 45. valrétt frá Lakers sem var Rocco Zikarsky. Versta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 (frá Suns).* Besta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2032 frá annað hvort Suns eða Rockets.* Beinharða peninga frá Lakers. Nets fá: Valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 frá Rockets.* Valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2030 frá Rockets.* Hawks fá: David Roddy (frá Rockets). Beinharða peninga frá Rockets. Skiptirétt í annarri umferð nýliðavalsins 2031 frá Rockets. Aldrei áður hafa jafn mörg lið verið aðilar að sömu skiptunum en gamla „metið“ var sex lið sem gerðist í fyrra þegar Klay Thompson fór frá Warriors yfir til Mavericks. Þá komu sex lið að skiptunum og skiptust á fimm leikmönnum. *Þessi valréttir eru allir tengdir öðrum liðum upphaflega en skipta þeim frá sér núna og gætu tekið breytingum eftir því hvernig röðun á valréttum komandi nýliðavala verður.
NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira