Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 06:32 Jannik Sinner styður hér við grátandi Grigor Dimitrov efir að ljóst var að Búlgarinn gæti ekki haldið áfram. Getty/Julian Finney Dramatíkin var allsráðandi á Wimbledon mótinu í tennis í gærkvöldi þegar tveir góðir vinir mættust og börðust um sæti í átta manna úrslitunum. Grigor Dimitrov getur svo sannarlega gert tilkall til þess að vera óheppnasti tennisspilari heims. Atvik á Wimbledon mótinu í gærkvöldi gerir ekkert annað en að ýta undir það. Búlgarinn varð þá að hætta keppni í sextán manna úrslitunum á Wimbledon mótinu í gær þegar hann var 2-0 yfir á móti Ítalanum Jannik Sinner og sigurinn í sjónmáli. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Jannik Sinner eftir að hann komst áfram í átta manna úrslit þrátt fyrir að vera að tapa leiknum þegar leik var hætt. Þetta er fimmta risamótið í röð þar sem að Dimitrov verður að hætta vegna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dimitrov hélt um brjóstvöðvann sinn eftir að hafa reynt uppgjöf upp í þriðja setti. Hann hló fyrst í geðshræringu en svo fóru tárin að renna. „Hann hefur verið svo óheppinn áður. Hann er líka góður vinur minn og það er erfitt að sjá hann svona. Hann átti skilið að fara áfram. Ég vona að hann nái sér fljótt. Þetta var mikil óheppni og ég sé þetta ekki sem sigur. Þetta er mjög óheppilegt,“ sagði Sinner. „Hann er ótrúlegur tennisspilari og við sáum það öll í kvöld,“ sagði Sinner. Búlgarinn vann fyrstu settin 6–3 og 7–5 sem þýddi að honum vantaði bara eitt í viðbót til að vinna leikinn. Sinner var fljótur að fara til Dimitrov þegar hann sá að hann var meiddur. Dimitrov yfirgaf völlinn um stund en kom síðan aftur inn og tók í höndina á Sinner. Viðurkenndi tap af því að hann gat ekki haldið áfram. Ítalinn mætir Ben Shelton í átta manna úrslitunum en viðureignirnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) Tennis Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira
Grigor Dimitrov getur svo sannarlega gert tilkall til þess að vera óheppnasti tennisspilari heims. Atvik á Wimbledon mótinu í gærkvöldi gerir ekkert annað en að ýta undir það. Búlgarinn varð þá að hætta keppni í sextán manna úrslitunum á Wimbledon mótinu í gær þegar hann var 2-0 yfir á móti Ítalanum Jannik Sinner og sigurinn í sjónmáli. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Jannik Sinner eftir að hann komst áfram í átta manna úrslit þrátt fyrir að vera að tapa leiknum þegar leik var hætt. Þetta er fimmta risamótið í röð þar sem að Dimitrov verður að hætta vegna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dimitrov hélt um brjóstvöðvann sinn eftir að hafa reynt uppgjöf upp í þriðja setti. Hann hló fyrst í geðshræringu en svo fóru tárin að renna. „Hann hefur verið svo óheppinn áður. Hann er líka góður vinur minn og það er erfitt að sjá hann svona. Hann átti skilið að fara áfram. Ég vona að hann nái sér fljótt. Þetta var mikil óheppni og ég sé þetta ekki sem sigur. Þetta er mjög óheppilegt,“ sagði Sinner. „Hann er ótrúlegur tennisspilari og við sáum það öll í kvöld,“ sagði Sinner. Búlgarinn vann fyrstu settin 6–3 og 7–5 sem þýddi að honum vantaði bara eitt í viðbót til að vinna leikinn. Sinner var fljótur að fara til Dimitrov þegar hann sá að hann var meiddur. Dimitrov yfirgaf völlinn um stund en kom síðan aftur inn og tók í höndina á Sinner. Viðurkenndi tap af því að hann gat ekki haldið áfram. Ítalinn mætir Ben Shelton í átta manna úrslitunum en viðureignirnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon)
Tennis Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira