Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:49 Nicolas Jackson fær hér að líta rauða spjaldið á HM í gær. Getty/Stephen Nadler Nicolas Jackson, hinn 24 ára gamli framherji Chelsea, kveðst reiður út í sjálfan sig og lofar stuðningsmönnum að gera betur, eftir rauða spjaldið sem hann fékk rétt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í gær. Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“ HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira