Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2025 09:32 Jota í leik með Liverpool í febrúar síðastliðnum. Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Liverpool, lið portúgalska knattspyrnumannsins Diogo Jota, hefur birt yfirlýsingu vegna skyndilegs fráfalls Jota og bróður hans André Silva í bílslysi á Spáni í nótt. Yfirlýsing félagsins er stuttorð þar sem lýst er yfir mikilli sorg vegna andláts bræðranna. Félagið biðji um að friðhelgi fjölskyldu þeirra verði virt. Liverpool sýni fjölskyldunni fullan stuðning vegna ólýsanlegs missis. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. Portúgalska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem missirinn af þeim bræðrum er sagður óbætanlegur. Sambandið muni gera allt til að heiðra arfleifð þeirra. Sambandið hefur einnig beðið Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, um að halda mínútu þögn fyrir leik kvennalandsliðs Portúgal við Spán á EM kvenna í fótbolta í kvöld. Jota giftist Rute Cardoso fyrir einungis tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. Jota lék 182 leiki fyrir Liverpool og lék fyrir félagið síðustu fimm ár fótboltaferils síns. Hann varð enskur meistari með liðinu í vor og vann auk þess bæði FA-bikarinn og enska deildabikarinn árið 2022. Liverpool Football Club are devastated by the tragic passing of Diogo Jota.— Liverpool FC (@LFC) July 3, 2025 Yfirlýsing Liverpool Knattspyrnufélagið Liverpool er miður sín vegna hörmulegs andláts Diogo Jota. Félaginu hefur verið tilkynnt að 28 ára gamli leikmaðurinn hafi látist eftir umferðarslys á Spáni ásamt bróður sínum, Andre. Liverpool FC mun ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og biður um friðhelgi fjölskyldu, vina, liðsfélaga og starfsfólks Diogo og Andre á meðan þau reyna að sætta sig við ólýsanlegan missi. Við munum halda áfram að veita þeim okkar fulla stuðning. Portúgal Portúgalski boltinn Enski boltinn Fótbolti Andlát Diogo Jota Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Yfirlýsing félagsins er stuttorð þar sem lýst er yfir mikilli sorg vegna andláts bræðranna. Félagið biðji um að friðhelgi fjölskyldu þeirra verði virt. Liverpool sýni fjölskyldunni fullan stuðning vegna ólýsanlegs missis. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. Portúgalska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem missirinn af þeim bræðrum er sagður óbætanlegur. Sambandið muni gera allt til að heiðra arfleifð þeirra. Sambandið hefur einnig beðið Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, um að halda mínútu þögn fyrir leik kvennalandsliðs Portúgal við Spán á EM kvenna í fótbolta í kvöld. Jota giftist Rute Cardoso fyrir einungis tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. Jota lék 182 leiki fyrir Liverpool og lék fyrir félagið síðustu fimm ár fótboltaferils síns. Hann varð enskur meistari með liðinu í vor og vann auk þess bæði FA-bikarinn og enska deildabikarinn árið 2022. Liverpool Football Club are devastated by the tragic passing of Diogo Jota.— Liverpool FC (@LFC) July 3, 2025 Yfirlýsing Liverpool Knattspyrnufélagið Liverpool er miður sín vegna hörmulegs andláts Diogo Jota. Félaginu hefur verið tilkynnt að 28 ára gamli leikmaðurinn hafi látist eftir umferðarslys á Spáni ásamt bróður sínum, Andre. Liverpool FC mun ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og biður um friðhelgi fjölskyldu, vina, liðsfélaga og starfsfólks Diogo og Andre á meðan þau reyna að sætta sig við ólýsanlegan missi. Við munum halda áfram að veita þeim okkar fulla stuðning.
Portúgal Portúgalski boltinn Enski boltinn Fótbolti Andlát Diogo Jota Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira