Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 22:01 Arne Slot gefur Diogo Jota fyrirmæli í leik Liverpool á síðustu leiktíð. Getty/Barrington Coombs Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. Hollenski knattspyrnustjórinn minnist portúgalska framherjans sem átti stóran þátt í því að tryggja honum enska meistaratitilinn á hans fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hvað getur einhver sagt á stundu sem þessari þegar allir eru í áfalli og sársaukinn er svo ótrúlega mikill og nýr. Ég vildi óska þess að ég fyndi réttu orðin,“ skrifaði Arne Slot. „Fyrsta hugsun mín var ekki sem knattspyrnustjóri heldur sem faðir, sonur, bróðir og frændi. Hugur minn er hjá öllum í fjölskyldu Diogo og Andre Silva sem hafa orðið fyrir þessum hræðilega missi,“ skrifaði Slot. Þið munuð aldrei ganga ein „Mín skilaboð til þeirra allra eru skýr. Þið munuð aldrei ganga ein. Leikmenn, starfsmenn og stuðningsmenn fótboltafélagsins Liverpool eru með ykkur og miðað við það sem ég hef séð í dag þá er allur fótboltaheimurinn líka með ykkur,“ skrifaði Slot. „Fyrir okkur í þessu félagi þá er áfallið gríðarlegt. Diogo var ekki aðeins okkar leikmaður. Hann var ástvinur okkar allra. Hann var liðsfélagi, kollegi, vinnufélagi og var svo sannarlega sérstakur í öllum þessum hlutverkum,“ skrifaði Slot. Líka hlutir sem ekki allir gáfu séð „Ég gæti skrifað endalaust um það sem hann færði okkar liði en sannleikurinn er sá að allir sem sáu Diogo spila sáu það. Vinnusemi, ástríða, hollusta, mikil gæði og mörk. Kjarni þess sem Liverpool leikmaður á að búa yfir,“ skrifaði Slot. „Það voru líka hlutir sem ekki allir gáfu séð. Þetta var persóna sem elti ekki upp vinsældir en þær komu óumbeðnar til hans. Ekki vinur einhverja, heldur vinur allra. Maður sem fékk aðra til að líða betur bara með því að vera í kringum þá. Maður sem var mjög umhugað um fjölskyldu sina,“ skrifaði Slot. Talaði við hann fyrir brúðkaupið „Þegar við töluðum saman síðast þá óskaði ég Diogo til hamingju með að vinna Þjóðadeildina og ég óskaði honum jafnframt velfarnaðar í giftingu sinni. Að mörgu leyti þá var þetta draumasumar fyrir Diogo og fjölskyldu hans sem gerir þetta enn átakanlegra og sorglegra að sumarið hans skildi enda svona,“ skrifaði Slot. Það má lesa alla yfirlýsinguna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Andlát Diogo Jota Tengdar fréttir Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Æðstu menn hjá Liverpool, framkvæmdastjórinn Michael Edwards og íþróttastjórinn Richard Hughes sendu í kvöld frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna banaslys Diogo Jota í nótt. 3. júlí 2025 17:27 Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. 3. júlí 2025 11:33 Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23 Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Minning portúgalska landsliðsmannsins Diogo Jota og bróður hans Andre Silva verður heiðruð fyrir leik kvennalandsliðs Portúgals við Spán á EM í kvöld. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 11:05 Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Liverpool, lið portúgalska knattspyrnumannsins Diogo Jota, hefur birt yfirlýsingu vegna skyndilegs fráfalls Jota og bróður hans André Silva í bílslysi á Spáni í nótt. 3. júlí 2025 09:32 „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn. 3. júlí 2025 09:04 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Hollenski knattspyrnustjórinn minnist portúgalska framherjans sem átti stóran þátt í því að tryggja honum enska meistaratitilinn á hans fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hvað getur einhver sagt á stundu sem þessari þegar allir eru í áfalli og sársaukinn er svo ótrúlega mikill og nýr. Ég vildi óska þess að ég fyndi réttu orðin,“ skrifaði Arne Slot. „Fyrsta hugsun mín var ekki sem knattspyrnustjóri heldur sem faðir, sonur, bróðir og frændi. Hugur minn er hjá öllum í fjölskyldu Diogo og Andre Silva sem hafa orðið fyrir þessum hræðilega missi,“ skrifaði Slot. Þið munuð aldrei ganga ein „Mín skilaboð til þeirra allra eru skýr. Þið munuð aldrei ganga ein. Leikmenn, starfsmenn og stuðningsmenn fótboltafélagsins Liverpool eru með ykkur og miðað við það sem ég hef séð í dag þá er allur fótboltaheimurinn líka með ykkur,“ skrifaði Slot. „Fyrir okkur í þessu félagi þá er áfallið gríðarlegt. Diogo var ekki aðeins okkar leikmaður. Hann var ástvinur okkar allra. Hann var liðsfélagi, kollegi, vinnufélagi og var svo sannarlega sérstakur í öllum þessum hlutverkum,“ skrifaði Slot. Líka hlutir sem ekki allir gáfu séð „Ég gæti skrifað endalaust um það sem hann færði okkar liði en sannleikurinn er sá að allir sem sáu Diogo spila sáu það. Vinnusemi, ástríða, hollusta, mikil gæði og mörk. Kjarni þess sem Liverpool leikmaður á að búa yfir,“ skrifaði Slot. „Það voru líka hlutir sem ekki allir gáfu séð. Þetta var persóna sem elti ekki upp vinsældir en þær komu óumbeðnar til hans. Ekki vinur einhverja, heldur vinur allra. Maður sem fékk aðra til að líða betur bara með því að vera í kringum þá. Maður sem var mjög umhugað um fjölskyldu sina,“ skrifaði Slot. Talaði við hann fyrir brúðkaupið „Þegar við töluðum saman síðast þá óskaði ég Diogo til hamingju með að vinna Þjóðadeildina og ég óskaði honum jafnframt velfarnaðar í giftingu sinni. Að mörgu leyti þá var þetta draumasumar fyrir Diogo og fjölskyldu hans sem gerir þetta enn átakanlegra og sorglegra að sumarið hans skildi enda svona,“ skrifaði Slot. Það má lesa alla yfirlýsinguna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Andlát Diogo Jota Tengdar fréttir Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Æðstu menn hjá Liverpool, framkvæmdastjórinn Michael Edwards og íþróttastjórinn Richard Hughes sendu í kvöld frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna banaslys Diogo Jota í nótt. 3. júlí 2025 17:27 Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. 3. júlí 2025 11:33 Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23 Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Minning portúgalska landsliðsmannsins Diogo Jota og bróður hans Andre Silva verður heiðruð fyrir leik kvennalandsliðs Portúgals við Spán á EM í kvöld. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 11:05 Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Liverpool, lið portúgalska knattspyrnumannsins Diogo Jota, hefur birt yfirlýsingu vegna skyndilegs fráfalls Jota og bróður hans André Silva í bílslysi á Spáni í nótt. 3. júlí 2025 09:32 „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn. 3. júlí 2025 09:04 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Æðstu menn hjá Liverpool, framkvæmdastjórinn Michael Edwards og íþróttastjórinn Richard Hughes sendu í kvöld frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna banaslys Diogo Jota í nótt. 3. júlí 2025 17:27
Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. 3. júlí 2025 11:33
Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. 3. júlí 2025 11:23
Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Minning portúgalska landsliðsmannsins Diogo Jota og bróður hans Andre Silva verður heiðruð fyrir leik kvennalandsliðs Portúgals við Spán á EM í kvöld. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt. 3. júlí 2025 11:05
Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Liverpool, lið portúgalska knattspyrnumannsins Diogo Jota, hefur birt yfirlýsingu vegna skyndilegs fráfalls Jota og bróður hans André Silva í bílslysi á Spáni í nótt. 3. júlí 2025 09:32
„Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn. 3. júlí 2025 09:04