Þetta reddast ekki ... án aðgerða! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 8. janúar 2020 12:00 Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Stjórnendur, yfirlæknar og framkvæmdastjóri hafa lýst áhyggjum af ástandinu og málað það svo sterkum litum að fyrir utanaðkomandi er ekki hægt að skilja orð þeirra öðruvísi en mjög sterkt ákall eftir aðgerðum. Krabbameinsfélagið getur ekki annað en tekið heilshugar undir þær áhyggjur sem komið hafa fram. Ég tel víst að mjög mikið þurfi til að stjórnendur stígi fram á þann hátt sem þeir hafa gert. Augljóst er að þeim er nóg boðið. Þegar þeir sem standa í brúnni lýsa yfir kvíða fyrir vetrinum er auðvelt að gera sér í hugarlund líðan eða vanlíðan samstarfsfólks þeirra sem sinnir sjúklingum alla daga. Staðreyndin er sú að heilbrigðisstarfsfólk er að kikna undan viðvarandi álagi. Við það verður ekki búið. Þá er ónefnt það álag og óöryggi sem staðan veldur hjá þeim sjúklingum og aðstandendum sem eru háðir sérhæfðri þjónustu og bráðaþjónustu. Óöryggi og vantraust á það kerfi sem á að vera hægt að reiða sig á er heilsuspillandi út af fyrir sig. Krabbameinssjúklingar þurfa sérhæfða meðferð sem oft gengur mjög nærri þeim og hefur áhrif á alla sem standa þeim næst. Þeim er nauðsynlegt að geta gengið að öruggri þjónustu ef eitthvað kemur upp á. Sjúklingarnir þurfa gott aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem í langflestum tilfellum er veitt á Landspítala og mikilvægt er að brugðist sé hratt og vel við. Biðtími á bráðamóttöku er óheyrilega langur og fólk er jafnvel útskrifað án fullnægjandi úrlausna eða viðeigandi úrræða. Í þessari stöðu eykst álag á sjúklinga og aðstandendur enn frekar. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Ástandið á ekki að koma á óvart. Auknum fjölda ferðamanna fyrir nokkrum árum fylgdi viðbótarálag á heilbrigðiskerfið. Sama á við um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er ekki veikari en áður en hún er að eldast, sem skapar aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvort tveggja hefur legið fyrir lengi. Staðan í dag er löngu fyrirséð, án þess að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða. Hér þarf raunverulegar, skipulagðar og fjármagnaðar langtímaaðgerðir, skyndilausnir eru sjaldnast góðar. Tímabundnar skyndilausnir geta hins vegar verið nauðsynlegar á meðan verið er að útfæra varanlegri lausnir. Ekki verður annað séð en að staðan sé þannig núna. Fólk verður að geta gengið að öruggri þjónustu í dag og alla daga. Það krefst án efa fjölbreyttra lausna en þær verður að finna, smáar og stórar. Við erum komin langt fram yfir að geta treyst á að ástandið reddist, sem okkur er annars tamt að gera. Nú verða stjórnvöld að standa með fólkinu í landinu, bretta upp ermar og gera það sem gera þarf. Tími alvöru aðgerða er runninn upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Stjórnendur, yfirlæknar og framkvæmdastjóri hafa lýst áhyggjum af ástandinu og málað það svo sterkum litum að fyrir utanaðkomandi er ekki hægt að skilja orð þeirra öðruvísi en mjög sterkt ákall eftir aðgerðum. Krabbameinsfélagið getur ekki annað en tekið heilshugar undir þær áhyggjur sem komið hafa fram. Ég tel víst að mjög mikið þurfi til að stjórnendur stígi fram á þann hátt sem þeir hafa gert. Augljóst er að þeim er nóg boðið. Þegar þeir sem standa í brúnni lýsa yfir kvíða fyrir vetrinum er auðvelt að gera sér í hugarlund líðan eða vanlíðan samstarfsfólks þeirra sem sinnir sjúklingum alla daga. Staðreyndin er sú að heilbrigðisstarfsfólk er að kikna undan viðvarandi álagi. Við það verður ekki búið. Þá er ónefnt það álag og óöryggi sem staðan veldur hjá þeim sjúklingum og aðstandendum sem eru háðir sérhæfðri þjónustu og bráðaþjónustu. Óöryggi og vantraust á það kerfi sem á að vera hægt að reiða sig á er heilsuspillandi út af fyrir sig. Krabbameinssjúklingar þurfa sérhæfða meðferð sem oft gengur mjög nærri þeim og hefur áhrif á alla sem standa þeim næst. Þeim er nauðsynlegt að geta gengið að öruggri þjónustu ef eitthvað kemur upp á. Sjúklingarnir þurfa gott aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem í langflestum tilfellum er veitt á Landspítala og mikilvægt er að brugðist sé hratt og vel við. Biðtími á bráðamóttöku er óheyrilega langur og fólk er jafnvel útskrifað án fullnægjandi úrlausna eða viðeigandi úrræða. Í þessari stöðu eykst álag á sjúklinga og aðstandendur enn frekar. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Ástandið á ekki að koma á óvart. Auknum fjölda ferðamanna fyrir nokkrum árum fylgdi viðbótarálag á heilbrigðiskerfið. Sama á við um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er ekki veikari en áður en hún er að eldast, sem skapar aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvort tveggja hefur legið fyrir lengi. Staðan í dag er löngu fyrirséð, án þess að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða. Hér þarf raunverulegar, skipulagðar og fjármagnaðar langtímaaðgerðir, skyndilausnir eru sjaldnast góðar. Tímabundnar skyndilausnir geta hins vegar verið nauðsynlegar á meðan verið er að útfæra varanlegri lausnir. Ekki verður annað séð en að staðan sé þannig núna. Fólk verður að geta gengið að öruggri þjónustu í dag og alla daga. Það krefst án efa fjölbreyttra lausna en þær verður að finna, smáar og stórar. Við erum komin langt fram yfir að geta treyst á að ástandið reddist, sem okkur er annars tamt að gera. Nú verða stjórnvöld að standa með fólkinu í landinu, bretta upp ermar og gera það sem gera þarf. Tími alvöru aðgerða er runninn upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun