Kemur í ljós í dag hvort Evrópubann Manchester City standi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2020 07:00 Í dag kemur í ljós hvort þessir leikmenn fái að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vísir/Getty Manchester City var fyrr í vetur dæmt í bann frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu til næstu tveggja ára. City áfrýjaði dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, og í dag verður skorið úr um hvort bannið sé lögmætt. City var dæmt fyrir að brjóta fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu eða FFP-reglugerðina eins og hún er oftast kölluð. UEFA ákvað að kafa ofan í fjármál City eftir að þýski miðillinn Der Spiegel birti skjöl sem sýndu fram á að félagið hafði farið á mis við reglugerðina. Árið 2014 var City sektað um 49 milljónir punda fyrir að brjóta reglur UEFA. Sektin var síðar lækkuð niður í 16 milljónir punda. Talið er að niðurstaða dómstólsins gæti haft gífurleg áhrif á framtíð Manchester City sem og annara liða í Englandi og Evrópu. The Independent svaraði nokkrum af þeim spurningum sem vert er að vita svörin við. Hvað á City að hafa gert rangt? Talið er að félagið hafi logið um hversu mikið fjármagn var að koma inn í gegnum styrktaraðila félagsins frá árunum 2012 og 2016. Þar með hafi félagið geta eytt meiri fjármunum en það mátti í raun og veru. Þá gerði félagið ekkert sem í valdi þeirra stóð til að auðvelda rannsóknina. Refsingin er tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni ásamt sekt upp á 30 milljónir evra. Hvernig getur City varið sig? Þeir þurfa að sýna fram á að þeir hafi ekki logið til um fjármagn sem kom inn í gegnum styrktaraðila. Takist þeim að sýna fram á það þá ættu þeir að vinna áfrýjunina. Hvaða lið fer í Meistaradeildina ef bannið stendur? City er sem stendur öruggt með að enda í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fari svo að bannið standi mun 5. sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getur enska úrvalsdeildin einnig refsað félaginu? Já. FFP-reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru töluvert „slakari“ en þær sem UEFA fer eftir. Ef dómurinn stendur og það kemur í ljós að City tapaði meira þeir mega samkvæmt reglum deildarinnar þá gæti deildin gripið til aðgerða. Sekt væri líklegasta niðurstaðan þar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
Manchester City var fyrr í vetur dæmt í bann frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu til næstu tveggja ára. City áfrýjaði dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, og í dag verður skorið úr um hvort bannið sé lögmætt. City var dæmt fyrir að brjóta fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu eða FFP-reglugerðina eins og hún er oftast kölluð. UEFA ákvað að kafa ofan í fjármál City eftir að þýski miðillinn Der Spiegel birti skjöl sem sýndu fram á að félagið hafði farið á mis við reglugerðina. Árið 2014 var City sektað um 49 milljónir punda fyrir að brjóta reglur UEFA. Sektin var síðar lækkuð niður í 16 milljónir punda. Talið er að niðurstaða dómstólsins gæti haft gífurleg áhrif á framtíð Manchester City sem og annara liða í Englandi og Evrópu. The Independent svaraði nokkrum af þeim spurningum sem vert er að vita svörin við. Hvað á City að hafa gert rangt? Talið er að félagið hafi logið um hversu mikið fjármagn var að koma inn í gegnum styrktaraðila félagsins frá árunum 2012 og 2016. Þar með hafi félagið geta eytt meiri fjármunum en það mátti í raun og veru. Þá gerði félagið ekkert sem í valdi þeirra stóð til að auðvelda rannsóknina. Refsingin er tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni ásamt sekt upp á 30 milljónir evra. Hvernig getur City varið sig? Þeir þurfa að sýna fram á að þeir hafi ekki logið til um fjármagn sem kom inn í gegnum styrktaraðila. Takist þeim að sýna fram á það þá ættu þeir að vinna áfrýjunina. Hvaða lið fer í Meistaradeildina ef bannið stendur? City er sem stendur öruggt með að enda í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fari svo að bannið standi mun 5. sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getur enska úrvalsdeildin einnig refsað félaginu? Já. FFP-reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru töluvert „slakari“ en þær sem UEFA fer eftir. Ef dómurinn stendur og það kemur í ljós að City tapaði meira þeir mega samkvæmt reglum deildarinnar þá gæti deildin gripið til aðgerða. Sekt væri líklegasta niðurstaðan þar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira