Kemur í ljós í dag hvort Evrópubann Manchester City standi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2020 07:00 Í dag kemur í ljós hvort þessir leikmenn fái að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vísir/Getty Manchester City var fyrr í vetur dæmt í bann frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu til næstu tveggja ára. City áfrýjaði dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, og í dag verður skorið úr um hvort bannið sé lögmætt. City var dæmt fyrir að brjóta fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu eða FFP-reglugerðina eins og hún er oftast kölluð. UEFA ákvað að kafa ofan í fjármál City eftir að þýski miðillinn Der Spiegel birti skjöl sem sýndu fram á að félagið hafði farið á mis við reglugerðina. Árið 2014 var City sektað um 49 milljónir punda fyrir að brjóta reglur UEFA. Sektin var síðar lækkuð niður í 16 milljónir punda. Talið er að niðurstaða dómstólsins gæti haft gífurleg áhrif á framtíð Manchester City sem og annara liða í Englandi og Evrópu. The Independent svaraði nokkrum af þeim spurningum sem vert er að vita svörin við. Hvað á City að hafa gert rangt? Talið er að félagið hafi logið um hversu mikið fjármagn var að koma inn í gegnum styrktaraðila félagsins frá árunum 2012 og 2016. Þar með hafi félagið geta eytt meiri fjármunum en það mátti í raun og veru. Þá gerði félagið ekkert sem í valdi þeirra stóð til að auðvelda rannsóknina. Refsingin er tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni ásamt sekt upp á 30 milljónir evra. Hvernig getur City varið sig? Þeir þurfa að sýna fram á að þeir hafi ekki logið til um fjármagn sem kom inn í gegnum styrktaraðila. Takist þeim að sýna fram á það þá ættu þeir að vinna áfrýjunina. Hvaða lið fer í Meistaradeildina ef bannið stendur? City er sem stendur öruggt með að enda í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fari svo að bannið standi mun 5. sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getur enska úrvalsdeildin einnig refsað félaginu? Já. FFP-reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru töluvert „slakari“ en þær sem UEFA fer eftir. Ef dómurinn stendur og það kemur í ljós að City tapaði meira þeir mega samkvæmt reglum deildarinnar þá gæti deildin gripið til aðgerða. Sekt væri líklegasta niðurstaðan þar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Manchester City var fyrr í vetur dæmt í bann frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu til næstu tveggja ára. City áfrýjaði dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, og í dag verður skorið úr um hvort bannið sé lögmætt. City var dæmt fyrir að brjóta fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu eða FFP-reglugerðina eins og hún er oftast kölluð. UEFA ákvað að kafa ofan í fjármál City eftir að þýski miðillinn Der Spiegel birti skjöl sem sýndu fram á að félagið hafði farið á mis við reglugerðina. Árið 2014 var City sektað um 49 milljónir punda fyrir að brjóta reglur UEFA. Sektin var síðar lækkuð niður í 16 milljónir punda. Talið er að niðurstaða dómstólsins gæti haft gífurleg áhrif á framtíð Manchester City sem og annara liða í Englandi og Evrópu. The Independent svaraði nokkrum af þeim spurningum sem vert er að vita svörin við. Hvað á City að hafa gert rangt? Talið er að félagið hafi logið um hversu mikið fjármagn var að koma inn í gegnum styrktaraðila félagsins frá árunum 2012 og 2016. Þar með hafi félagið geta eytt meiri fjármunum en það mátti í raun og veru. Þá gerði félagið ekkert sem í valdi þeirra stóð til að auðvelda rannsóknina. Refsingin er tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni ásamt sekt upp á 30 milljónir evra. Hvernig getur City varið sig? Þeir þurfa að sýna fram á að þeir hafi ekki logið til um fjármagn sem kom inn í gegnum styrktaraðila. Takist þeim að sýna fram á það þá ættu þeir að vinna áfrýjunina. Hvaða lið fer í Meistaradeildina ef bannið stendur? City er sem stendur öruggt með að enda í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fari svo að bannið standi mun 5. sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getur enska úrvalsdeildin einnig refsað félaginu? Já. FFP-reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru töluvert „slakari“ en þær sem UEFA fer eftir. Ef dómurinn stendur og það kemur í ljós að City tapaði meira þeir mega samkvæmt reglum deildarinnar þá gæti deildin gripið til aðgerða. Sekt væri líklegasta niðurstaðan þar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti