Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2026 21:25 Marc Cucurella var rekinn af velli í fyrri hálfleik, fyrir þetta brot á Harry Wilson alveg við vítateiginn. Getty/Justin Setterfield Liam Rosenior, nýr þjálfari Chelsea, fylgdist með úr stúkunni í kvöld þegar liðið tapaði gegn Fulham í Lundúnaslag í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar, 2-1. Liðin eru nú jöfn að stigum í 7.-8. sæti, með 31 stig. Chelsea hafði verið afar nálægt því að skora eftir hornspyrnu en varð svo fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleik, þegar Marc Cucurella var rekinn af velli. Spánverjinn var við það að missa Harry Wilson einan gegn markverði, togaði í hann og braut á honum alveg við vítateigslínuna. Heimamenn voru afar ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu líka, enda virtist brotið halda áfram inn í teiginn, en aukaspyrna var dæmd. Hinn funheiti Wilson virtist svo hafa komið Fulham yfir með góðu skoti í lok fyrri hálfleiks en markið var tekið af vegna afskaplega tæprar rangstöðu í aðdragandanum. Fulham braut hins vegar ísinn á 55. mínútu þegar Raul Jimenez skoraði frábært skallamark, eftir fyrirgjöf frá Sander Berge. Liam Delap náði að jafna metin fyrir tíu Chelsea-menn en fyrrnefndur Wilson var ekki hættur og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu, með fínu skoti. Bið Chelsea eftir sigri lengist því enn og er nú fimm leikir en Rosenior fær tækifæri til að koma liðinu á sigurbraut, fyrst gegn Charlton í bikarleik um helgina og svo gegn Arsenal í deildabikarnum 14. janúar. Enski boltinn Chelsea FC Fulham FC
Liam Rosenior, nýr þjálfari Chelsea, fylgdist með úr stúkunni í kvöld þegar liðið tapaði gegn Fulham í Lundúnaslag í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar, 2-1. Liðin eru nú jöfn að stigum í 7.-8. sæti, með 31 stig. Chelsea hafði verið afar nálægt því að skora eftir hornspyrnu en varð svo fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleik, þegar Marc Cucurella var rekinn af velli. Spánverjinn var við það að missa Harry Wilson einan gegn markverði, togaði í hann og braut á honum alveg við vítateigslínuna. Heimamenn voru afar ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu líka, enda virtist brotið halda áfram inn í teiginn, en aukaspyrna var dæmd. Hinn funheiti Wilson virtist svo hafa komið Fulham yfir með góðu skoti í lok fyrri hálfleiks en markið var tekið af vegna afskaplega tæprar rangstöðu í aðdragandanum. Fulham braut hins vegar ísinn á 55. mínútu þegar Raul Jimenez skoraði frábært skallamark, eftir fyrirgjöf frá Sander Berge. Liam Delap náði að jafna metin fyrir tíu Chelsea-menn en fyrrnefndur Wilson var ekki hættur og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu, með fínu skoti. Bið Chelsea eftir sigri lengist því enn og er nú fimm leikir en Rosenior fær tækifæri til að koma liðinu á sigurbraut, fyrst gegn Charlton í bikarleik um helgina og svo gegn Arsenal í deildabikarnum 14. janúar.