Dagskráin í dag: Real Madrid, bikarmeistararnir gegn silfurliðinu og Pepsi Max-mörk kvenna Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júní 2020 06:00 Alexandra Jóhannsdóttir og Bergrós Ásgeirsdóttir í baráttunni í leik liðanna á síðustu leiktíð. vísir/bára Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag en boltinn er farinn aftur að rúlla víðs vegar um heiminn eftir langa pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Á Stöð 2 Sport í dag má finna í beinni útsendingu stórleik Selfoss og Breiðabliks en flautað verður til leiks klukkan 19.15. Bikarmeistararnir á Selfossi ætla sér stóra hluti í sumar en Blikarnir enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð og vilja ná aftur í þann stóra í ár eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2018. Leiknum verður fylgt á eftir með Pepsi Max-mörkum kvenna þar sem Helena Ólafsdóttir mun fá til sín helstu spekinga landsins um kvennaknattspyrnuna þar sem farið verður yfir umferðina í heild sinni sem og kvennaboltann út í hinum stóra heimi. Stöð 2 Sport 2 Það er ekki bara á Stöð 2 Sport þar sem má finna beinar útsendingar því á Stöð 2 Sport 2 í dag og kvöld má finna tvær beinar útsendingar. Alaves og Real Sociedad mætast í fyrri leik dagsins, sem hefst klukkan 17.30, og klukkan 20.00 verður flautað til leiks í leik Real Madrid og Valencia en heimamenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla sér að ná Barcelona sem er með fimm stiga forskot á toppnum. Stöð 2 Sport 3 Á þristinum í dag má finna bæði gamla og góða íslenska knattspyrnuleiki en einnig má finna sígilda körfuboltaleiki. Þegar líða fer á daginn má finna krakkamótin sígildu þar sem Guðjón Guðmundsson hefur farið á kostum undanfarin ár. Stöð 2 eSport Stjörnum prýtt eFótboltamót á vegum La Liga er sýnt á Stöð 2 eSport í dag sem og lokaáfangi áskorendamóts Vodafone-deildarinnar. Stöð 2 Golf Útsending frá lokadegi á ISPS Handa Women's Australian Open á LPGA mótaröðinni 2020, útsending frá Charles Schwab Challenge á PGA 2020 sem og útsendingu frá lokadegi Charles Schwab Challenge á PGA 2020 má finna á Stöð 2 Golf í dag. Alla dagskrá dagsins má finna hér. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Spænski boltinn Golf Rafíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag en boltinn er farinn aftur að rúlla víðs vegar um heiminn eftir langa pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Á Stöð 2 Sport í dag má finna í beinni útsendingu stórleik Selfoss og Breiðabliks en flautað verður til leiks klukkan 19.15. Bikarmeistararnir á Selfossi ætla sér stóra hluti í sumar en Blikarnir enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð og vilja ná aftur í þann stóra í ár eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2018. Leiknum verður fylgt á eftir með Pepsi Max-mörkum kvenna þar sem Helena Ólafsdóttir mun fá til sín helstu spekinga landsins um kvennaknattspyrnuna þar sem farið verður yfir umferðina í heild sinni sem og kvennaboltann út í hinum stóra heimi. Stöð 2 Sport 2 Það er ekki bara á Stöð 2 Sport þar sem má finna beinar útsendingar því á Stöð 2 Sport 2 í dag og kvöld má finna tvær beinar útsendingar. Alaves og Real Sociedad mætast í fyrri leik dagsins, sem hefst klukkan 17.30, og klukkan 20.00 verður flautað til leiks í leik Real Madrid og Valencia en heimamenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla sér að ná Barcelona sem er með fimm stiga forskot á toppnum. Stöð 2 Sport 3 Á þristinum í dag má finna bæði gamla og góða íslenska knattspyrnuleiki en einnig má finna sígilda körfuboltaleiki. Þegar líða fer á daginn má finna krakkamótin sígildu þar sem Guðjón Guðmundsson hefur farið á kostum undanfarin ár. Stöð 2 eSport Stjörnum prýtt eFótboltamót á vegum La Liga er sýnt á Stöð 2 eSport í dag sem og lokaáfangi áskorendamóts Vodafone-deildarinnar. Stöð 2 Golf Útsending frá lokadegi á ISPS Handa Women's Australian Open á LPGA mótaröðinni 2020, útsending frá Charles Schwab Challenge á PGA 2020 sem og útsendingu frá lokadegi Charles Schwab Challenge á PGA 2020 má finna á Stöð 2 Golf í dag. Alla dagskrá dagsins má finna hér.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Spænski boltinn Golf Rafíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira