Dagskráin í dag: Real Madrid, bikarmeistararnir gegn silfurliðinu og Pepsi Max-mörk kvenna Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júní 2020 06:00 Alexandra Jóhannsdóttir og Bergrós Ásgeirsdóttir í baráttunni í leik liðanna á síðustu leiktíð. vísir/bára Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag en boltinn er farinn aftur að rúlla víðs vegar um heiminn eftir langa pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Á Stöð 2 Sport í dag má finna í beinni útsendingu stórleik Selfoss og Breiðabliks en flautað verður til leiks klukkan 19.15. Bikarmeistararnir á Selfossi ætla sér stóra hluti í sumar en Blikarnir enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð og vilja ná aftur í þann stóra í ár eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2018. Leiknum verður fylgt á eftir með Pepsi Max-mörkum kvenna þar sem Helena Ólafsdóttir mun fá til sín helstu spekinga landsins um kvennaknattspyrnuna þar sem farið verður yfir umferðina í heild sinni sem og kvennaboltann út í hinum stóra heimi. Stöð 2 Sport 2 Það er ekki bara á Stöð 2 Sport þar sem má finna beinar útsendingar því á Stöð 2 Sport 2 í dag og kvöld má finna tvær beinar útsendingar. Alaves og Real Sociedad mætast í fyrri leik dagsins, sem hefst klukkan 17.30, og klukkan 20.00 verður flautað til leiks í leik Real Madrid og Valencia en heimamenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla sér að ná Barcelona sem er með fimm stiga forskot á toppnum. Stöð 2 Sport 3 Á þristinum í dag má finna bæði gamla og góða íslenska knattspyrnuleiki en einnig má finna sígilda körfuboltaleiki. Þegar líða fer á daginn má finna krakkamótin sígildu þar sem Guðjón Guðmundsson hefur farið á kostum undanfarin ár. Stöð 2 eSport Stjörnum prýtt eFótboltamót á vegum La Liga er sýnt á Stöð 2 eSport í dag sem og lokaáfangi áskorendamóts Vodafone-deildarinnar. Stöð 2 Golf Útsending frá lokadegi á ISPS Handa Women's Australian Open á LPGA mótaröðinni 2020, útsending frá Charles Schwab Challenge á PGA 2020 sem og útsendingu frá lokadegi Charles Schwab Challenge á PGA 2020 má finna á Stöð 2 Golf í dag. Alla dagskrá dagsins má finna hér. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Spænski boltinn Golf Rafíþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag en boltinn er farinn aftur að rúlla víðs vegar um heiminn eftir langa pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Á Stöð 2 Sport í dag má finna í beinni útsendingu stórleik Selfoss og Breiðabliks en flautað verður til leiks klukkan 19.15. Bikarmeistararnir á Selfossi ætla sér stóra hluti í sumar en Blikarnir enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð og vilja ná aftur í þann stóra í ár eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2018. Leiknum verður fylgt á eftir með Pepsi Max-mörkum kvenna þar sem Helena Ólafsdóttir mun fá til sín helstu spekinga landsins um kvennaknattspyrnuna þar sem farið verður yfir umferðina í heild sinni sem og kvennaboltann út í hinum stóra heimi. Stöð 2 Sport 2 Það er ekki bara á Stöð 2 Sport þar sem má finna beinar útsendingar því á Stöð 2 Sport 2 í dag og kvöld má finna tvær beinar útsendingar. Alaves og Real Sociedad mætast í fyrri leik dagsins, sem hefst klukkan 17.30, og klukkan 20.00 verður flautað til leiks í leik Real Madrid og Valencia en heimamenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla sér að ná Barcelona sem er með fimm stiga forskot á toppnum. Stöð 2 Sport 3 Á þristinum í dag má finna bæði gamla og góða íslenska knattspyrnuleiki en einnig má finna sígilda körfuboltaleiki. Þegar líða fer á daginn má finna krakkamótin sígildu þar sem Guðjón Guðmundsson hefur farið á kostum undanfarin ár. Stöð 2 eSport Stjörnum prýtt eFótboltamót á vegum La Liga er sýnt á Stöð 2 eSport í dag sem og lokaáfangi áskorendamóts Vodafone-deildarinnar. Stöð 2 Golf Útsending frá lokadegi á ISPS Handa Women's Australian Open á LPGA mótaröðinni 2020, útsending frá Charles Schwab Challenge á PGA 2020 sem og útsendingu frá lokadegi Charles Schwab Challenge á PGA 2020 má finna á Stöð 2 Golf í dag. Alla dagskrá dagsins má finna hér.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Spænski boltinn Golf Rafíþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira