„I can't breathe“ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2020 19:00 Þessi grímuklædda unga kona tók þátt í mótmælum í Houston. Á grímunni eru ein hinstu orð George Floyd og Erics Garner. AP/Yi-chin Lee I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
I can't breathe, eða ég get ekki andað, hrópa nú fjölmargir svartir Bandaríkjamenn á götum borga og bæja. Þeir eru að vitna í ein hinstu orð George Floyd, sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt þann 25. maí. Mótmælin nú eru óvenju umfangsmikil. Þau hafa þegar teygt sig til allra ríkja Bandaríkjanna og jafnvel út fyrir landamærin. Hér á Íslandi fóru fram samstöðumótmæli á miðvikudag. Slík viðbrögð hafa ekki sést lengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta slagorð, I can't breathe, er notað og það er langt frá því að vera nýtt af nálinni að svartir Bandaríkjamenn krefjist jafnréttis. George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn.Vísir/Getty Lögbundinni mismunun mótmælt Þegar þrælahaldi var hætt eftir blóðuga styrjöld héldu ofsóknir gegn svörtu fólki áfram. Samtök á borð við Ku Klux Klan stóð fyrir opinberum aftökum án dóms og laga. Á þessum tíma var í gildi svokölluð Jim Crow löggjöf, lögbundin mismunun gegn svörtu fólki. Segja má að nútímasaga réttingabaráttu svartra Bandaríkjamanna hefjist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hæstiréttur úrskurðaði árið 1953 að reglur um að svartir Bandaríkjamenn væru jafnir, en samt aðskildir, hvítum væru í trássi við stjórnarskrá og árið 1954 að bannað væri að skilja svarta og hvíta að í skólakerfinu en illa var hlustað á niðurstöðuna, einkum í Suðurríkjunum. Í kjölfarið stigu hetjur hinnar nýju baráttuhreyfingar fyrir borgararéttindum svartra fram á sjónarsviðið. Rosa Parks hundsaði reglur um aðskilnað í strætisvögnum Montgomery-borgar í Alabama og Martin Luther King yngri leiddi sniðgöngu á þessum sömu vögnum. King boðaði friðsamlega, borgaralega óhlýðni á meðan annar maður, Malcolm X, vildi beinni átök gegn kerfinu. Martin Luther King og Rosa Parks, tvær af helstu baráttuhetjunum. Borgararéttindalögin ekki nóg Mótmælin og aðgerðirnar sem King, Malcolm X og fleiri stóðu fyrir urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að samþykkja ný lög um borgararéttindi árið 1964, þar sem mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlitar, trúar, kyns eða uppruna var bönnuð. Þessi nýja löggjöf sem og úrskurðir hæstaréttar voru eiginlegt afnám Jim Crow-laganna. Baráttunni var þó ekki lokið. Þetta sama ár urðu óeirðir eftir að lögreglan í New York skaut svartan dreng til bana og ári síðar fylktu mótmælendur undir forystu King liði í Selma til þess að mótmæla þeim hindrunum sem stóðu í vegi fyrir því að svartir gætu nýtt kosningarétt sinn. För mótmælenda var stöðvuð á brú yfir Alabama-á þar sem vopnaðir lögreglumenn réðust á friðsama mótmælendur fyrir allra augum. Dauða Erics Garner var harðlega mótmælt á sínum tíma, og er raunar enn. EPA/Eric S. Lesser Lögregluofbeldi ítrekað mótmælt Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en lögregluofbeldi og mótmæli vegna þess hafa verið afar áberandi í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. Síðustu ár hefur Black Lives Matter hreyfingin vakið athygli. Hreyfingin steig fram í sviðsljósið eftir að þeir Michael Brown og Eric Garner dóu vegna lögregluofbeldis árið 2014. Síðustu orð Garners voru, rétt eins og Floyds, I can't breathe.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira