Fjölskyldufaðirinn og Íslandsmeistarinn tengir lítið sem ekki neitt við tækninýjungar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 23:00 Beitir fagnar Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð ásamt syni sínum. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti