Fjölskyldufaðirinn og Íslandsmeistarinn tengir lítið sem ekki neitt við tækninýjungar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 23:00 Beitir fagnar Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð ásamt syni sínum. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn