Jón Axel fremstur allra Villikatta Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 21:00 Jón Axel Guðmundsson fór á kostum sem leikmaður Davidson Wildcats. VÍSIR/GETTY Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson hlaut mikla viðurkenningu í dag þegar hann var valinn íþróttamaður ársins í Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum. Skólinn teflir auðvitað fram íþróttafólki í ýmsum greinum, undir heitinu Davidson Wildcats, en frammistaða Jóns Axels á lokatímabili hans með körfuboltaliðinu stóð upp úr hvað karlkyns fulltrúa skólans varðar. Jón Axel kveður Davidson sem einn af merkustu leikmönnum í sögu körfuboltaliðsins en á tíma sínum hjá skólanum var hann til að mynda valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 riðlinum í fyrra. Hann er eini leikmaður í sögu Davidson sem náð hefur yfir 1.000 stigum, 500 fráköstum og 500 stoðsendingum, og er í hópi tíu stigahæstu leikmanna í sögu skólans. The 2019-20 Male Athlete of the Year will go down as one of the most decorated players in school history. This year's winner is... #aCATemyAwards pic.twitter.com/iPTjgm3RAY— Davidson Athletics (@DavidsonWildcat) May 29, 2020 Jón Axel freistar þess nú að komast að hjá liði í sjálfri NBA-deildinni. Hann greindi frá því í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í vikunni að hann hefði rætt við fimm lið og ætti eftir að ræða við að minnsta kosti önnur þrjú. „Ég er búinn að tala við Charlotte Hornets, Cleveland Cavaliers, Utah Jazz, Phoenix Suns og Milwaukee Bucks,“ sagði Jón Axel og kvaðst eiga eftir að ræða við Miami Heat, Sacramento Kings og Golden State Warriors, auk væntanlega fleiri liða. Vegna kórónuveirufaraldursins er óvíst hvenær að nýliðavalið í NBA verður en til stendur að það fari fram í júlí. Það gæti þó dregist fram í september, sagði Jón Axel við Morgunblaðið. Körfubolti NBA Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Axel búinn að tala við fimm NBA-lið og á eftir að tala við Golden State Jón Axel Guðmundsson hefur meðal annars talað við fulltrúa frá Utah Jazz og Milwaukee Bucks en hann er á leið í nýliðaval NBA. 28. maí 2020 10:30 Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA-deildarinnar Ísland mun eiga sinn fulltrúa þegar nýliðaval NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Brooklyn í sumar 31. mars 2020 11:00 Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. 7. mars 2020 11:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson hlaut mikla viðurkenningu í dag þegar hann var valinn íþróttamaður ársins í Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum. Skólinn teflir auðvitað fram íþróttafólki í ýmsum greinum, undir heitinu Davidson Wildcats, en frammistaða Jóns Axels á lokatímabili hans með körfuboltaliðinu stóð upp úr hvað karlkyns fulltrúa skólans varðar. Jón Axel kveður Davidson sem einn af merkustu leikmönnum í sögu körfuboltaliðsins en á tíma sínum hjá skólanum var hann til að mynda valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 riðlinum í fyrra. Hann er eini leikmaður í sögu Davidson sem náð hefur yfir 1.000 stigum, 500 fráköstum og 500 stoðsendingum, og er í hópi tíu stigahæstu leikmanna í sögu skólans. The 2019-20 Male Athlete of the Year will go down as one of the most decorated players in school history. This year's winner is... #aCATemyAwards pic.twitter.com/iPTjgm3RAY— Davidson Athletics (@DavidsonWildcat) May 29, 2020 Jón Axel freistar þess nú að komast að hjá liði í sjálfri NBA-deildinni. Hann greindi frá því í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í vikunni að hann hefði rætt við fimm lið og ætti eftir að ræða við að minnsta kosti önnur þrjú. „Ég er búinn að tala við Charlotte Hornets, Cleveland Cavaliers, Utah Jazz, Phoenix Suns og Milwaukee Bucks,“ sagði Jón Axel og kvaðst eiga eftir að ræða við Miami Heat, Sacramento Kings og Golden State Warriors, auk væntanlega fleiri liða. Vegna kórónuveirufaraldursins er óvíst hvenær að nýliðavalið í NBA verður en til stendur að það fari fram í júlí. Það gæti þó dregist fram í september, sagði Jón Axel við Morgunblaðið.
Körfubolti NBA Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Axel búinn að tala við fimm NBA-lið og á eftir að tala við Golden State Jón Axel Guðmundsson hefur meðal annars talað við fulltrúa frá Utah Jazz og Milwaukee Bucks en hann er á leið í nýliðaval NBA. 28. maí 2020 10:30 Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA-deildarinnar Ísland mun eiga sinn fulltrúa þegar nýliðaval NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Brooklyn í sumar 31. mars 2020 11:00 Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. 7. mars 2020 11:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Jón Axel búinn að tala við fimm NBA-lið og á eftir að tala við Golden State Jón Axel Guðmundsson hefur meðal annars talað við fulltrúa frá Utah Jazz og Milwaukee Bucks en hann er á leið í nýliðaval NBA. 28. maí 2020 10:30
Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA-deildarinnar Ísland mun eiga sinn fulltrúa þegar nýliðaval NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Brooklyn í sumar 31. mars 2020 11:00
Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. 7. mars 2020 11:00