Markalaust hjá Everton og Arsenal 21. desember 2019 14:30 Gylfi Þór í leik dagsins vísir/getty Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lítið um færi. Eftir rúmar tíu mínútur fór Alex Iwobi meiddur af velli og í hans stað kom Cenk Tosun. Það vakti athygli að annan leikinn í röð tók Duncan Ferguson framherja út af sem hann setti inn á fyrr í leiknum. Tosun var tekinn af velli fyrir Moise Kean þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðaband Everton í dag en hann var meira og minna djúpur á miðju liðsins en liðið spilaði klassískt 4-4-2 leikkerfi. Gylfi Þór átti fínt skot úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og var það með betri færum leiksins. Besta færið fékk svo Pierre-Emerick Aubameyang í síðari hálfleik en Jordan Pickford varði vel. Lokatölur 0-0 og ljóst að bæði Ancelotti sem og Arteta eiga mikla vinnu fyrir höndum. Duncan Ferguson has subbed more subs in his 3 Premier League games than any caretaker manager in top flight history.... I have no idea if that’s true but I’m guessing it probably is.— Gary Lineker (@GaryLineker) December 21, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Carlo Ancelotti nýr stjóri Everton Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti mætir á úrvalsdeildarleik Everton og Arsenal nú í hádeginu en hann skrifaði undir samning við Everton nú rétt í þessu. 21. desember 2019 11:30 Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United. 21. desember 2019 11:58
Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lítið um færi. Eftir rúmar tíu mínútur fór Alex Iwobi meiddur af velli og í hans stað kom Cenk Tosun. Það vakti athygli að annan leikinn í röð tók Duncan Ferguson framherja út af sem hann setti inn á fyrr í leiknum. Tosun var tekinn af velli fyrir Moise Kean þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðaband Everton í dag en hann var meira og minna djúpur á miðju liðsins en liðið spilaði klassískt 4-4-2 leikkerfi. Gylfi Þór átti fínt skot úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og var það með betri færum leiksins. Besta færið fékk svo Pierre-Emerick Aubameyang í síðari hálfleik en Jordan Pickford varði vel. Lokatölur 0-0 og ljóst að bæði Ancelotti sem og Arteta eiga mikla vinnu fyrir höndum. Duncan Ferguson has subbed more subs in his 3 Premier League games than any caretaker manager in top flight history.... I have no idea if that’s true but I’m guessing it probably is.— Gary Lineker (@GaryLineker) December 21, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Carlo Ancelotti nýr stjóri Everton Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti mætir á úrvalsdeildarleik Everton og Arsenal nú í hádeginu en hann skrifaði undir samning við Everton nú rétt í þessu. 21. desember 2019 11:30 Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United. 21. desember 2019 11:58
Carlo Ancelotti nýr stjóri Everton Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti mætir á úrvalsdeildarleik Everton og Arsenal nú í hádeginu en hann skrifaði undir samning við Everton nú rétt í þessu. 21. desember 2019 11:30
Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United. 21. desember 2019 11:58
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti