Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 15:46 Florian Wirtz er spenntur fyrir að fara til Liverpool. Getty/Pau Barrena Ensku meistararnir í Liverpool eru staðráðnir í að landa Þjóðverjanum Florian Wirtz og gera hann um leið að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Bayern München og Manchester City höfðu áður ætlað sér að landa Wirtz en nú bendir flest til þess að hann gangi til liðs við Liverpool. Það ku að minnsta kosti vera ósk þessa 22 ára þýska landsliðsmanns. Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano hefur Liverpool lagt fram fyrsta boð sitt í Wirtz og er um að ræða yfir 100 milljóna evra boð, jafnvirði um 14,5 milljarða króna. Darwin Nunez er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool eftir að hann var keyptur frá Benfica fyrir 85 milljónir evra fyrir þremur árum. 🚨💣 Liverpool first official bid for Florian Wirtz in excess of €100m package with add-ons has been received by Bayer Leverkusen.Club to club negotiations underway, restarting today to get the deal done very soon.Wirtz already told Bayer that he only wants Liverpool. pic.twitter.com/rhVakmBulA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2025 Romano segir að viðræður á milli Liverpool og Leverkusen hefjist að nýju í dag, í von um að samningar náist mjög fljótt. Þá tekur hann fram að Wirtz hafi þegar tilkynnt vinnuveitendum sínum hjá Leverkusen að hann vilji eingöngu fara til Liverpool. Lothar Matthäus og Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands, segja að Wirtz muni verða í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool gangi það eftir að hann fari þangað. „Þetta er stór áskorun fyrir hann. Þetta er ekki bara nýtt félag heldur annað hugarfar og nýtt tungumál. En þetta skref sýnir líka að hann er ekki hræddur. Florian Wirtz hefur hundrað prósent trú á sjálfum sér og hefur efni á því. Ég hef mikla trú á að hann nái langt með Liverpool og í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Matthäus við Sky í Þýskalandi. Hamann, sem er fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók undir og sagði Englandsmeistarana einmitt vanta leikmann í stöðu Wirtz fremst á miðjunni, öfugt við kannski Bayern: „Hjá Bayern er Jamal Musiala í 10-stöðunni. Kannski vildi hann ekki deila því hlutverki,“ sagði Hamann og Matthäus bætti við: „Liverpool er ekki enn með leikmann í hans stöðu sem getur breytt leikjum.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Bayern München og Manchester City höfðu áður ætlað sér að landa Wirtz en nú bendir flest til þess að hann gangi til liðs við Liverpool. Það ku að minnsta kosti vera ósk þessa 22 ára þýska landsliðsmanns. Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano hefur Liverpool lagt fram fyrsta boð sitt í Wirtz og er um að ræða yfir 100 milljóna evra boð, jafnvirði um 14,5 milljarða króna. Darwin Nunez er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool eftir að hann var keyptur frá Benfica fyrir 85 milljónir evra fyrir þremur árum. 🚨💣 Liverpool first official bid for Florian Wirtz in excess of €100m package with add-ons has been received by Bayer Leverkusen.Club to club negotiations underway, restarting today to get the deal done very soon.Wirtz already told Bayer that he only wants Liverpool. pic.twitter.com/rhVakmBulA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2025 Romano segir að viðræður á milli Liverpool og Leverkusen hefjist að nýju í dag, í von um að samningar náist mjög fljótt. Þá tekur hann fram að Wirtz hafi þegar tilkynnt vinnuveitendum sínum hjá Leverkusen að hann vilji eingöngu fara til Liverpool. Lothar Matthäus og Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands, segja að Wirtz muni verða í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool gangi það eftir að hann fari þangað. „Þetta er stór áskorun fyrir hann. Þetta er ekki bara nýtt félag heldur annað hugarfar og nýtt tungumál. En þetta skref sýnir líka að hann er ekki hræddur. Florian Wirtz hefur hundrað prósent trú á sjálfum sér og hefur efni á því. Ég hef mikla trú á að hann nái langt með Liverpool og í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Matthäus við Sky í Þýskalandi. Hamann, sem er fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók undir og sagði Englandsmeistarana einmitt vanta leikmann í stöðu Wirtz fremst á miðjunni, öfugt við kannski Bayern: „Hjá Bayern er Jamal Musiala í 10-stöðunni. Kannski vildi hann ekki deila því hlutverki,“ sagði Hamann og Matthäus bætti við: „Liverpool er ekki enn með leikmann í hans stöðu sem getur breytt leikjum.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira