Tveir látnir og fleiri hundruð handtekin í óeirðum eftir sigur PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2025 10:30 Kveikt var í bílum. Vísir/Getty Images Tveir eru látnir og vel yfir 500 hafa verið handteknir í óeirðum sem áttu sér stað í París eftir að París Saint-Germain sigraði Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. Það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Aldrei í sögunni hefur lið unnið úrslitaleikinn með slíkum yfirburðum. Leikurinn fór fram á Allianz-vellinum í Þýskalandi en um 50 þúsund manns komu saman á heimavelli PSG, Parc des Princes, til að horfa á leikinn. Eftir að PSG hafði verið krýnt besta lið Evrópu fór safnaðist fjöldi fólks saman á götum Parísar til að fagna. Þau fagnaðarlæti fóru fljótt úr böndunum. Sky fréttastofan greinir frá því að tveir einstaklingar séu látnir. Annar, 17 ára gamall piltur, var stunginn til bana og 23 ára gamall maður sem var keyrandi um á vespu. Ekki kemur fram hvað gerðist í síðara tilvikinu. Jafnframt greinir Sky frá því að 560 manns hafi verið handtekin, að lögreglumaður sé í dái, að 192 hafi slasast í óeirðunum og 692 íkveikjur hafi átt sér stað. Þar af 264 sem innihéldu íkveikju í ökutæki. Mikil gleði ríkti hjá flestum þeim sem fögnuðu.Vísir/Getty Images Alls voru 5400 lögreglumenn á vakt í borginni þegar fagnaðarlætin, og óeirðirnar í kjölfarið, brutust út. Lenti þeim saman við óeirðarseggina víðsvegar um borgina. Óeirðarlögregla borgarinnar þurfti til að mynda að nota vatnsbyssu til að koma í veg fyrir að hópur fólks kæmist að Sigurboganum. Þá var táragasi beitt. „Sannir stuðningsmenn PSG eru að njóta þessa ótrúlega leiks. Á sama tíma hafa villimenn nýtt tækifærið til að fremja glæpi og ögra lögreglunni,“ sagði Bruno Retailleau, innanríkisráðherra Frakklands, um atvik næturinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25 Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02 Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48 „Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Aldrei í sögunni hefur lið unnið úrslitaleikinn með slíkum yfirburðum. Leikurinn fór fram á Allianz-vellinum í Þýskalandi en um 50 þúsund manns komu saman á heimavelli PSG, Parc des Princes, til að horfa á leikinn. Eftir að PSG hafði verið krýnt besta lið Evrópu fór safnaðist fjöldi fólks saman á götum Parísar til að fagna. Þau fagnaðarlæti fóru fljótt úr böndunum. Sky fréttastofan greinir frá því að tveir einstaklingar séu látnir. Annar, 17 ára gamall piltur, var stunginn til bana og 23 ára gamall maður sem var keyrandi um á vespu. Ekki kemur fram hvað gerðist í síðara tilvikinu. Jafnframt greinir Sky frá því að 560 manns hafi verið handtekin, að lögreglumaður sé í dái, að 192 hafi slasast í óeirðunum og 692 íkveikjur hafi átt sér stað. Þar af 264 sem innihéldu íkveikju í ökutæki. Mikil gleði ríkti hjá flestum þeim sem fögnuðu.Vísir/Getty Images Alls voru 5400 lögreglumenn á vakt í borginni þegar fagnaðarlætin, og óeirðirnar í kjölfarið, brutust út. Lenti þeim saman við óeirðarseggina víðsvegar um borgina. Óeirðarlögregla borgarinnar þurfti til að mynda að nota vatnsbyssu til að koma í veg fyrir að hópur fólks kæmist að Sigurboganum. Þá var táragasi beitt. „Sannir stuðningsmenn PSG eru að njóta þessa ótrúlega leiks. Á sama tíma hafa villimenn nýtt tækifærið til að fremja glæpi og ögra lögreglunni,“ sagði Bruno Retailleau, innanríkisráðherra Frakklands, um atvik næturinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25 Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02 Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48 „Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25
Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02
Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48
„Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti