Markalaust í fjörugum leik í Blackburn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. desember 2019 21:45 Það var mikið fjör í Blackburn í kvöld vísir/getty Það gengur áfram illa hjá Wigan að vinna á útivelli í ensku Championshipdeildinni en liðið gerði markalaust jafntefli við Blackburn í kvöld. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað markalaus var hann alls ekki atvikalaus. Gestirnir í Wigan voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að koma boltanum í netið. Blackburn kom sér smám saman inn í leikinn en varð fyrir áflali þegar þeirra aðal markaskorari, Bradley Dack, var borinn af velli vegna meiðsla. Danny Graham komst nálægt því að skora fyrir Blackburn þegar hann setti boltann í þverslána áður en markmaður Blackburn, Christian Walton, þurfti svo að taka á honum stóra sínum í tvígang til þess að halda Blackburn inn í leiknum. Það var í raun ótrúlegt að hvorugu liði skildi takast að skora, en sú varð þó raunin og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Enski boltinn
Það gengur áfram illa hjá Wigan að vinna á útivelli í ensku Championshipdeildinni en liðið gerði markalaust jafntefli við Blackburn í kvöld. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað markalaus var hann alls ekki atvikalaus. Gestirnir í Wigan voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að koma boltanum í netið. Blackburn kom sér smám saman inn í leikinn en varð fyrir áflali þegar þeirra aðal markaskorari, Bradley Dack, var borinn af velli vegna meiðsla. Danny Graham komst nálægt því að skora fyrir Blackburn þegar hann setti boltann í þverslána áður en markmaður Blackburn, Christian Walton, þurfti svo að taka á honum stóra sínum í tvígang til þess að halda Blackburn inn í leiknum. Það var í raun ótrúlegt að hvorugu liði skildi takast að skora, en sú varð þó raunin og lauk leiknum með 0-0 jafntefli.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti