Sport

Kláraði sjö­tíu pylsur á tíu mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joey Chestnut er goðsögn í lifanda lífi enda borðar enginn pylsur eins og hann.
Joey Chestnut er goðsögn í lifanda lífi enda borðar enginn pylsur eins og hann. Getty/Adam Gray/

Goðsögnin Joey Chestnut fékk aftur á keppa í pylsuátskeppninni frægu sem haldin er á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Það var ekki sökum að spyrja hver niðurstaðan var.

Það vakti heimsathygli í fyrra þegar honum var bannað að keppa í fyrra vegna styrktarsamnings hans við Impossible Foods. Þá var Chestnut búinn að vinna keppnina átta ár í röð og sextán sinnum samtals.

Chestnut fékk aftur að keppa í ár og vann örugglega. Sautjándi meistaratitill kappans.

Hann kom niður sjötíu pylsum og hálfri betur á tíu mínútum. Metið hans frá 2021 lifði þó af en það eru 76 pylsur.

Patrick Bertoletti, sem vann í fyrra í fjarveru Chestnut, kom þá niður 58 pylsum.

Sportbladet sagði frá keppninni og komst meira af því hvernig hann undirbýr sig fyrir keppni sem þessa.

Chestnut sagði frá því að hann sé marga daga að jafna sig eftir keppni og ná fyrri vigt.

Undirbúningur hans stendur í tvo mánuði og þá reynir hann að borða eins margar pylsur og hann getur einu sinni í viku. Fer í raun í eina keppni á viku.

Hann borðar ekki í langan tíma fyrir keppni til að hreinsa líkamann og til þess að búa til pláss fyrir allar pylsurnar sem hann kemur niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×