Sveindísi var enginn greiði gerður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 11:32 Sveindís Jane Jónsdóttir í leiknum á móti Svisslendingum í Bern í gær. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir átti ekki góðan leik í gær þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði á móti Sviss en stelpurnar okkar lokuðu með því á alla möguleika á að komast upp úr riðli sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira