Þægilegt hjá United Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. desember 2019 21:45 Marcus Rashford fór mikinn í leiknum vísir/getty Manchester United komst örugglega áfram í undanúrslit ensku deildarbikarkeppninnar með þægilegum sigri á Colchester United. Colchester spilar í D-deildinni og því fáir sem áttu von á öðru en að United myndi fara með sigur í leiknum. Leikmenn Colchester voru þéttir til baka og náðu að halda stöðunni markalausri í fyrri hálfleik á Old Trafford. Gestirnir fengu gott færi snemma í seinni hálfleik en það kostaði sitt, því United komst í skyndisókn, Marcus Rashford fékk mikið pláss á vinstri vængnum, keyrði inn á vítateiginn þar sem hann dansaði í gegnum vörnina og skoraði með föstu skoti. Aðeins fimm mínútum seinna varð Ryan Jackson fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann var að reyna að hreinsa fyrirgjöf. Anthony Martial gerði svo út um leikinn á 61. mínútu með marki eftir sendingu frá Rashford. Heimamenn voru komnir í mjög þægilega stöðu og sigldu 3-0 sigrinum heim. United verður því í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita líkt og Manchester City, Leicester og Aston Villa. Enski boltinn
Manchester United komst örugglega áfram í undanúrslit ensku deildarbikarkeppninnar með þægilegum sigri á Colchester United. Colchester spilar í D-deildinni og því fáir sem áttu von á öðru en að United myndi fara með sigur í leiknum. Leikmenn Colchester voru þéttir til baka og náðu að halda stöðunni markalausri í fyrri hálfleik á Old Trafford. Gestirnir fengu gott færi snemma í seinni hálfleik en það kostaði sitt, því United komst í skyndisókn, Marcus Rashford fékk mikið pláss á vinstri vængnum, keyrði inn á vítateiginn þar sem hann dansaði í gegnum vörnina og skoraði með föstu skoti. Aðeins fimm mínútum seinna varð Ryan Jackson fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann var að reyna að hreinsa fyrirgjöf. Anthony Martial gerði svo út um leikinn á 61. mínútu með marki eftir sendingu frá Rashford. Heimamenn voru komnir í mjög þægilega stöðu og sigldu 3-0 sigrinum heim. United verður því í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita líkt og Manchester City, Leicester og Aston Villa.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti