Fimm ára barn yfirgaf heimili sitt á þriðjudag og gekk um 800 metra utandyra í nístingsfrosti með átján mánaða gamalt systkini sitt í þorpinu Venetie í Alaska-ríki í Bandaríkjunum.
Þegar atvikið átti sér stað mældist 35 stiga frost á svæðinu og voru börnin komin með kuldasár þegar þau komu loks inn í hús til nágranna síns, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þau voru skólaus og einungis léttklædd þegar þau æddu út í kuldann.
Börnin eru sögð hafa verið ein heima þegar þau fóru út og að eldra barnið hafi orðið hrætt þegar rafmagn sló út á heimilinu.
Lögreglan greinir frá því að 37 ára gömul kona hafi verið handtekin í tengslum við málið. Hún er ásökuð um hafa stofnað velferð barns í hættu með því að skilja börnin eftir ein heima án eftirlits.
