Erlent

Segir Trump ekki reiðan Ís­landi

Samúel Karl Ólason skrifar
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjaforseta hafa ruglast þegar hann kallaði Grænland Ísland, þó nokkrum sinnum á tveimur dögum í síðustu viku.
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjaforseta hafa ruglast þegar hann kallaði Grænland Ísland, þó nokkrum sinnum á tveimur dögum í síðustu viku. AP/J. Scott Applewhite

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé ekki reiður Íslandi. Trump talaði nokkrum sinnum í síðustu viku, á tveimur mismunandi dögum, um Ísland. Í einu tilfelli talaði hann um að vegna Íslands væri öðrum leiðtogum í Atlantshafsbandalaginu illa við sig og að Ísland hefði leitt til lækkana á mörkuðum vestanhafs.

Á fundi utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar í dag spurði þingmaðurinn Tim Kaine Rubio hvort Trump hefði ekki örugglega verið að ruglast á Íslandi og Grænlandi eða hvort Bandaríkin væru núna reið Íslandi.

Rubio sagði það rétt að Trump hefði ruglast. Hann hafi ætlað að segja Grænland og sagði Rubio einnig að allir væru kunnugir því að forsetar rugluðust og sumir gerðu það meira en Trump. Var hann þar að vísa í Joe Biden.

Ummæli Rubios eru þvert á orð Karoline Leavitt, talskonu Trumps, sem hafði áður haldið því fram að Trump hafi í rauninni ekki verið að kalla Grænland Ísland, heldur hafi hann verið að kalla Grænland Ís-land.

Sjá einnig: Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“

Á fundinum var Rubio einnig spurður út í viðhorf ríkisstjórnarinnar til NATO og það hvort hann tryði því enn að það væri í hag Bandaríkjanna að vera aðilar að bandalaginu.

Ráðherrann svaraði á þann veg að endurhugsa þurfi NATO. Margir forsetar fyrir utan Trump hefðu kvartað yfir bandalaginu en Trump væri eingöngu sá háværasti.

Sjá einnig: Lét þing­menn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa

Rubio sagði önnur ríki NATO þurfa að gera meira og hafa meiri hernaðargetu og þetta snerist ekki eingöngu um peninga.

„Þetta eru auðug ríki og vegna verndar NATO hafa þau haft ráðrúm til að verja fúlgum fjár í velferðarkerfi sín en ekki varnarmál. Nú mun það kannski byrja að breytast.“

Ruio sagðist hafa fulla trú á því að þessu væri sýndur ákveðinn skilningur innan NATO og að Bandaríkin hefðu í önnur horn að líta en til Evrópu. Hann sagði þó einnig að svo virtist sem að nokkur ríki NATO í Evrópu væru ekki tilbúin til að standa sína plikt.

Á „góðum stað“ með Grænland

Þegar kemur að Grænlandi og hótunum ríkisstjórnarinnar í garð Grænlendinga, Dana og bandamanna þeirra á undanförnum vikum og mánuðum, sagði Rubio að staðan væri góð.

„Ég tel okkur á góðum stað núna. Við áttum frábæran fund með framkvæmdastjóra NATO,“ sagði Rubio. Hann sagði von á frekari fundum með Grænlendingum og Dönum og sagðist vongóður um að jákvæð lausn væri í sjónmáli.weeney reita viðskiptaráð Hollywood til reiði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×