Erlent

Banda­ríkin hyggja á her­æfingar í Mið-Austurlöndum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tugir herþota fylgja USS Abraham Lincoln, auk þess sem um það bil 5.000 hermenn þjóna um borð.
Tugir herþota fylgja USS Abraham Lincoln, auk þess sem um það bil 5.000 hermenn þjóna um borð. Getty/Kevin Carter

Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa greint frá því að þau hyggist halda margra daga heræfingar í Mið-Austurlöndum, til að sýna fram á hernaðargetu Bandaríkjanna á svæðinu.

Flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln og nokkur herskip eru komin á svæðið, eftir að hafa verið send þangað af Donald Trump Bandaríkjaforseta í kjölfar mótmælanna í Íran. Bandaríkjastjórn hefur ekki útilokað árásir á landið en hafa haldið að sér höndum hingað til, þrátt fyrir að Trump hafi heitið mótmælendum aðstoð.

Stjórnvöld í Íran hafa hótað öllu illu ef Bandaríkin láta til skarar skríða. Þá hefur utanríkisráðuneytið Sameinuðu arabísku furstadæmana sagt að það muni ekki heimila að yfirráðasvæði þeirra verði notað til að gera árás á Íran.

Talið er að allt að 30.000 manns hafi látist í aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælendum frá því að mótmælin brutust út í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×