Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 19:33 Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Sjá meira
Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Sjá meira