Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 19:01 Hér má sjá glitta í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðisflokksins, til hægri. Einnig er Júlíus Viggó Ólafsson á fundinum en han er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Vísir/Sigurjón Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Varðar funduðu í dag í Valhöll um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn tók um eina og hálfa klukkustund. Albert Guðmundsson, formaður Varðar, staðfesti í samtali við fréttastofu að farið yrði í leiðtogaprófkjör og uppstillingarnefnd skipuð fyrir hin sætin. Hann segir kjörinn oddvita þó ekki fá formlegt sæti í uppstillingarnefnd og óljóst hversu mikil áhrif hann muni kunna að hafa á störf nefndarinnar. „Það er engin formleg aðkoma oddvita að kjörnefndinni,“ segir Albert. Tveir þriðju viðstaddra þurftu að samþykkja tillöguna. Albert segir að yfir áttatíu prósent viðstaddra samþykktu tillöguna. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026 og tekur svo kjörnefnd við. Í lok október var greint frá að stjórnin hefði samþykkt að önnur tillaga yrði lögð fram á fundinum. Sú tillaga hljóðaði upp á leiðtogaprófkjör sem allir flokksmenn í borginni gætu tekið þátt í. Fulltrúaráðið fengi síðan að kjósa um annað til sjöunda sæti en stillt yrðu upp í hin 39 sætin. Einhverjar breytingar virðast því hafa átt sér stað fyrst að sú tillaga var ekki lögð fram. Formaðurinn lét sjá sig Bæði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jens Garðar Helgason varaformaður létu sjá sig á fundinum. Það kann að koma á óvart þar sem að Guðrún er úr Hveragerði og Jens Garðar ú Fjarðabyggð og mun því hvorugt þeirra greiða atkvæði í Reykjavík. „Það var ánægjulegt að hún leit við en hún ávarpaði ráðið við lok fundar,“ segir Albert. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að kjörinn oddviti fengi eitthvað um uppstillingu nefndarinnar að segja en formaður Varðar neitar því. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Fulltrúar Varðar funduðu í dag í Valhöll um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn tók um eina og hálfa klukkustund. Albert Guðmundsson, formaður Varðar, staðfesti í samtali við fréttastofu að farið yrði í leiðtogaprófkjör og uppstillingarnefnd skipuð fyrir hin sætin. Hann segir kjörinn oddvita þó ekki fá formlegt sæti í uppstillingarnefnd og óljóst hversu mikil áhrif hann muni kunna að hafa á störf nefndarinnar. „Það er engin formleg aðkoma oddvita að kjörnefndinni,“ segir Albert. Tveir þriðju viðstaddra þurftu að samþykkja tillöguna. Albert segir að yfir áttatíu prósent viðstaddra samþykktu tillöguna. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026 og tekur svo kjörnefnd við. Í lok október var greint frá að stjórnin hefði samþykkt að önnur tillaga yrði lögð fram á fundinum. Sú tillaga hljóðaði upp á leiðtogaprófkjör sem allir flokksmenn í borginni gætu tekið þátt í. Fulltrúaráðið fengi síðan að kjósa um annað til sjöunda sæti en stillt yrðu upp í hin 39 sætin. Einhverjar breytingar virðast því hafa átt sér stað fyrst að sú tillaga var ekki lögð fram. Formaðurinn lét sjá sig Bæði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jens Garðar Helgason varaformaður létu sjá sig á fundinum. Það kann að koma á óvart þar sem að Guðrún er úr Hveragerði og Jens Garðar ú Fjarðabyggð og mun því hvorugt þeirra greiða atkvæði í Reykjavík. „Það var ánægjulegt að hún leit við en hún ávarpaði ráðið við lok fundar,“ segir Albert. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að kjörinn oddviti fengi eitthvað um uppstillingu nefndarinnar að segja en formaður Varðar neitar því.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira