Lýðræðið og skipulagið Stefán Benediktsson skrifar 15. október 2019 09:30 Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Landspítalinn Reykjavík Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun