Greiðum leiðina fyrir stúdenta Katla Ársælsdóttir skrifar 22. september 2019 14:18 Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar