Fimm dagar í september Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. september 2019 07:00 Þjóðarleiðtogar heimsins eru nú staddir í New York þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram. Þeir munu í fimm daga funda um mikilvægustu málefni samtímans en í gær fór fram sérstakur loftslagsaðgerðafundur. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, talaði með skýrum hætti í aðdraganda loftslagsfundarins. Hann vildi að leiðtogar heimsins kæmu fram með áþreifanlegar og raunhæfar aðgerðir til þess bregðast við loftslagsvandanum. Það er óhætt að taka undir kröfur Guterres um að leiðtogarnir fari að koma fram með aðgerðir í stað ræðuhalda. Auk þjóðarleiðtoga tóku stjórnendur nokkurra fyrirtækja og samtaka þátt í loftslagsfundinum. Aðkoma þeirra er gríðarlega mikilvæg enda verður vandinn ekki leystur af stjórnvöldum einum saman. Hér þarf atvinnulíf og almenningur líka að koma að borðinu og verða hluti af lausninni. Nýstofnaður samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir hér á Íslandi vekur vonir um að það verði raunin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í ávarpi sínu í New York í gær áherslu á vonina. Vissulega væru áskoranirnar stórar en lausnir væru til staðar. Raunar var tónninn á fundinum jákvæður og ljóst að vilji til breytinga er fyrir hendi í orði, hvað svo sem raunverulegum aðgerðum líður. Það er hins vegar áhyggjuefni að fulltrúar stórra kolanotenda á borð við Japan og Ástralíu tóku ekki þátt. Þá er Donald Trump Bandaríkjaforseti á allsherjarþinginu en ákvað að taka ekki þátt í loftslagsfundinum. Á Íslandi og í Sviss hafa jöklar verið kvaddir og hinum megin á hnettinum er framtíð eyríkja í Kyrrahafi í hættu. Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hún hvatti þjóðir heims til að standa við Parísarsamkomulagið, ef það tækist ekki væri um stærsta klúður mannkynssögunnar að ræða. Það er mikið í húfi en vísindamenn telja að það stefni í að eyjarnar verði óbyggilegar innan fárra áratuga vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Í vikunni munu leiðtogarnir einnig fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru árið 2015. Þar voru sett fram 17 markmið um sjálfbæra þróun og velsæld í heiminum. Það er ekki síður mikilvæg umræða enda um margt tengd loftslagsmálunum. Þessir fimm dagar í septembermánuði geta, ef vel tekst til, skipt sköpum til framtíðar. Það er enn ekki of seint að breyta heiminum en árangurinn mun velta á því sem leiðtogarnir gera þegar heim er komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Sighvatur Arnmundsson Umhverfismál Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins eru nú staddir í New York þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram. Þeir munu í fimm daga funda um mikilvægustu málefni samtímans en í gær fór fram sérstakur loftslagsaðgerðafundur. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, talaði með skýrum hætti í aðdraganda loftslagsfundarins. Hann vildi að leiðtogar heimsins kæmu fram með áþreifanlegar og raunhæfar aðgerðir til þess bregðast við loftslagsvandanum. Það er óhætt að taka undir kröfur Guterres um að leiðtogarnir fari að koma fram með aðgerðir í stað ræðuhalda. Auk þjóðarleiðtoga tóku stjórnendur nokkurra fyrirtækja og samtaka þátt í loftslagsfundinum. Aðkoma þeirra er gríðarlega mikilvæg enda verður vandinn ekki leystur af stjórnvöldum einum saman. Hér þarf atvinnulíf og almenningur líka að koma að borðinu og verða hluti af lausninni. Nýstofnaður samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir hér á Íslandi vekur vonir um að það verði raunin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í ávarpi sínu í New York í gær áherslu á vonina. Vissulega væru áskoranirnar stórar en lausnir væru til staðar. Raunar var tónninn á fundinum jákvæður og ljóst að vilji til breytinga er fyrir hendi í orði, hvað svo sem raunverulegum aðgerðum líður. Það er hins vegar áhyggjuefni að fulltrúar stórra kolanotenda á borð við Japan og Ástralíu tóku ekki þátt. Þá er Donald Trump Bandaríkjaforseti á allsherjarþinginu en ákvað að taka ekki þátt í loftslagsfundinum. Á Íslandi og í Sviss hafa jöklar verið kvaddir og hinum megin á hnettinum er framtíð eyríkja í Kyrrahafi í hættu. Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hún hvatti þjóðir heims til að standa við Parísarsamkomulagið, ef það tækist ekki væri um stærsta klúður mannkynssögunnar að ræða. Það er mikið í húfi en vísindamenn telja að það stefni í að eyjarnar verði óbyggilegar innan fárra áratuga vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Í vikunni munu leiðtogarnir einnig fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru árið 2015. Þar voru sett fram 17 markmið um sjálfbæra þróun og velsæld í heiminum. Það er ekki síður mikilvæg umræða enda um margt tengd loftslagsmálunum. Þessir fimm dagar í septembermánuði geta, ef vel tekst til, skipt sköpum til framtíðar. Það er enn ekki of seint að breyta heiminum en árangurinn mun velta á því sem leiðtogarnir gera þegar heim er komið.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun