Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur Háskóla Íslands - hvað er í boði? Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín Sverrisdóttir skrifar 20. september 2019 08:00 Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar