Aukið vald Alþingis í varnarmálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. september 2019 15:00 Ég mælti fyrir frumvarpi mínu um breytingar á varnarmálalögum fyrr í dag, en að því standa auk mín sjö aðrir þingmenn Vinstri grænna. Frumvarpið snýr að því að auka hlut Alþingis þegar kemur að ákvörðunum um varnarmál, en þar er kveðið á um að allar bókanir og viðbætur við varnarsamninginn skuli bera undir Alþingi til samþykktar. Hið sama gildi um alla uppbyggingu og eðlilegt viðhald á vegum hers hér á landi. Von mín stendur til þess að allir þingmenn geti stutt þessa sjálfsögðu breytingu, óháð skoðun á veru herliðs hér á landi eða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Okkur verður tíðrætt um mikilvægi lýðræðislegrar umræðu og þess að vegur Alþingis sé aukinn. Þetta mál gerir einmitt það, því það lyftir upp í umræðuna málum sem hingað til hafa komið á borð þings sem orðinn hlutur. Alþingi hefur ekki greitt atkvæði um viðveru eða uppbyggingu hers hér á landi síðan varnarsamningurinn var samþykktur 1951. Sjálfur tel ég að hér eigi enginn her að vera og að Ísland eigi ekki að vera aðili að hernaðarbandalagi. Á þingi er einnig að finna fólk með algjörlega öndverða skoðun; að hér eigi að vera herlið og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sé nauðsynleg. Hið síðarnefnda er m.a.s. hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar ekkert með breytingartillögu mína að gera; öll hljótum við nefnilega að vilja auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Umræður um varnarmál hafa á síðustu árum fyrst og fremst snúist um orðna hluti, þ.e. uppbyggingaráform hafa ekki komið til umræðu fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt. Þannig er það árvisst að þegar Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög virðast margir á Íslandi fyrst átta sig á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu. Fyrir þessu er m.a. sú ástæða að ekki þarf samþykki Alþingis fyrir slíkri uppbyggingu, heldur fer ráðherra málaflokksins með umboð til samninga fyrir Íslands hönd. Breytingar á eðli varnarsamningsins fá því ekki þá pólitísku umræðu fyrir fram sem eðlilegt hlýtur að teljast, algjörlega óháð því hver gegnir embætti utanríkisráðherra hverju sinni. Málið er nú gengið til utanríkismálanefndar og fær þar sína eðlilegu þingmeðferð. Í ljósi yfirlýsts vilja fjölda þingmanna til þess að auka veg Alþingis og styrkja lýðræðislega umræðu, ber ég mikla von til þess að breytingin verði samþykkt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Varnarmál Vinstri græn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég mælti fyrir frumvarpi mínu um breytingar á varnarmálalögum fyrr í dag, en að því standa auk mín sjö aðrir þingmenn Vinstri grænna. Frumvarpið snýr að því að auka hlut Alþingis þegar kemur að ákvörðunum um varnarmál, en þar er kveðið á um að allar bókanir og viðbætur við varnarsamninginn skuli bera undir Alþingi til samþykktar. Hið sama gildi um alla uppbyggingu og eðlilegt viðhald á vegum hers hér á landi. Von mín stendur til þess að allir þingmenn geti stutt þessa sjálfsögðu breytingu, óháð skoðun á veru herliðs hér á landi eða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Okkur verður tíðrætt um mikilvægi lýðræðislegrar umræðu og þess að vegur Alþingis sé aukinn. Þetta mál gerir einmitt það, því það lyftir upp í umræðuna málum sem hingað til hafa komið á borð þings sem orðinn hlutur. Alþingi hefur ekki greitt atkvæði um viðveru eða uppbyggingu hers hér á landi síðan varnarsamningurinn var samþykktur 1951. Sjálfur tel ég að hér eigi enginn her að vera og að Ísland eigi ekki að vera aðili að hernaðarbandalagi. Á þingi er einnig að finna fólk með algjörlega öndverða skoðun; að hér eigi að vera herlið og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sé nauðsynleg. Hið síðarnefnda er m.a.s. hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar ekkert með breytingartillögu mína að gera; öll hljótum við nefnilega að vilja auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Umræður um varnarmál hafa á síðustu árum fyrst og fremst snúist um orðna hluti, þ.e. uppbyggingaráform hafa ekki komið til umræðu fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt. Þannig er það árvisst að þegar Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög virðast margir á Íslandi fyrst átta sig á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu. Fyrir þessu er m.a. sú ástæða að ekki þarf samþykki Alþingis fyrir slíkri uppbyggingu, heldur fer ráðherra málaflokksins með umboð til samninga fyrir Íslands hönd. Breytingar á eðli varnarsamningsins fá því ekki þá pólitísku umræðu fyrir fram sem eðlilegt hlýtur að teljast, algjörlega óháð því hver gegnir embætti utanríkisráðherra hverju sinni. Málið er nú gengið til utanríkismálanefndar og fær þar sína eðlilegu þingmeðferð. Í ljósi yfirlýsts vilja fjölda þingmanna til þess að auka veg Alþingis og styrkja lýðræðislega umræðu, ber ég mikla von til þess að breytingin verði samþykkt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun